Septemberspá Siggu Kling hittir í mark

Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.

Sigga Kling spá­ir fyr­ir les­end­um mbl.is. Septembermánuður verður full­um af fjöri og óvænt­um uppá­kom­um ef marka má þessa spá. 

Elsku Ljónið mitt,

það hefur verið mikill titringur í kringum þig. Annaðhvort hefurðu verið á fullu eða allt verið eins og frosið í kringum þig. Þú þarft að vita það að á þessum tíma sem þú ert að ganga inn í eru skilaboðin til þín þau að þú mátt ekki skrifa undir neitt nema að vel íhuguðu máli. Alls ekki senda nein skilaboð eða tölvupósta sem eru þannig skrifaðir að þú myndir ekki vilja sjá ef þau birtust á forsíðunni á Morgunblaðinu. Það er eins og að allir séu svolítið að fylgjast með þér og þú þarft að standa uppréttur, fallegur og með góðsemina allt í kringum þig. Því að ef maður dæmir einhvern mann þá endar það bara með því að þú sjálfur eða einhver í fjölskyldunni verður dæmdur eða lendir í erfiðleikum eða mistökum sem þú hefðir ekki trúað.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Meyjan mín,

það er svo merkilegt að vera fæddur á þessum tíma sem tengir sumarið við haustið og nýtt tímabil er að hefjast hjá flestum. Þú setur lífið í annan gír, þú raðar upp hlutunum og því sem þú þarft að gera af þvílíkri samviskusemi, en það er reyndar einkenni þitt. Þú setur allt drama og leiðindi sem hafa verið að flækjast fyrir þér beint í ruslið. Þú hættir að hugsa um það liðna og það er svo mikill kraftur í því að skapa nýjar venjur.

Þú ræður ekki yfir veðrinu og þú ræður ekki yfir öðru fólki. Það eina sem þú ræður yfir eru hugsanir þínar og þar munt þú aldeilis gera hreingerningu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Vogin mín,

lífið þitt er líkt og jafnvægisafl vogarinnar. Stundum er allt eins fullkomið og þú vilt, en svo allt í einu kemur eitthvað annað í ljós. Og þó að það detti í þig kvíði og stress þá mun vera svo stuttur tími þangað til vogaraflið breytist, ég vil segja andartak.

Þú ert á rússíbanatímabili, þetta er svipað og þú þurfir að keyra bíl á 160 km hraða og hafa fókusinn í 100% lagi og að sjálfsögðu máttu ekki dotta í augnablik. Næmi þín eykst, hún hreinlega tvöfaldast. Draumarnir þínir verða skýrir og það er eins og þú sjáir með hnakkanum. Í þessu öllu opinberast það réttlæti sem þú átt skilið og hvernig þú gerir krók á móti bragði og þú kemur fyrst í mark á lúxusbílnum.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

ég lendi oft í því að fólk spyrji mig: „Veistu í hvaða merki ég er“? En meirihlutinn af því fólki eru nefnilega Sporðdrekar. Ég nenni oft ekki að pæla mikið í því hvaða merki fólk er tengt, en Sporðdrekarnir skera sig úr og það sést á augunum þeirra. Því að þegar þú hefur öll ljós kveikt og hefur ekki lamað þig í leiðindi, þá snýr maður sig næstum úr hálslið þegar þú gengur framhjá, því það er ekkert merki sem massar þig í útgeislun á góðum degi. Og dagarnir sem þú ert að fara í eru góðir, en ef ekki hefurðu bara stungið sjálfan þig með þínum eigin eiturbroddi.

Láttu vaða að teygja þig eftir tækifærum þó að sjálfstraustið segi annað. Farðu bara og gerðu það sem þú þarft og þú færð tuttugu já á móti einu neii. Slepptu því að horfa mikið á sjónvarp eða á eitthvað sem slævir huga þinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú þarft að hafa mikið að gera og marga möguleika til að stefna langt. Þú þolir ekki vinnustaði eða skóla þar sem lognmolla er allt í kringum þig. Þá finnst þér eins og þú sért að brotna niður, en samt akkúrat á þeirri sekúndu ertu að byggja þig upp. Því þú gerir þér ljóst hvað þú vilt og hvað er vonlaust fyrir þig.

Þú hefur töluverða hræðslu um afkomu og það hindrar kannski hástökkið sem þú þarft að taka. En ef þú skoðar vel síðustu ár þá hefur allt bjargast hjá þér sérstaklega þegar þú veðjar á sjálfan þig. Því ef þú stólar of mikið á aðra og að aðrir vinni fyrir þig lífið, þá ertu bara viðhengi á einhverju stóru skjali sem enginn opnar.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Steingeitin mín,

í þessu lífi er það þannig að þú getur lent aftur og aftur í svipaðri vitleysu. Veðjað rangt á ástina, treysta ekki að þú haldir vinnunni eða farið alltaf á sama barinn. Og lífið verður eins og endursýnt efni á rúv og þú getur látið hræðslu segja þér fyrir verkum. Það einkennir þig að það sem þú ert virkilega góður í og finnst spennandi mun færa þér fyrstu verðlaun og þá flottustu bikara sem þú hefur séð. 

Þú átt það til að þegar þér finnst þú hafa klessukeyrt á staur, sem er að sjálfsögðu myndlíking, þá heldurðu þig til hlés og lætur helst engan sjá þig eða heyra. Í þessu merki raðast upp þvílíkt mikið af máttugu fólki og þegar þú mínusar hræðsluna þína út þá áttu sviðið.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Vatnsberinn minn,

það er svo margt líkt með þér og þeim sem eru í Voginni. Þú átt svo erfitt með að ákveða þig, það er svo mikið að gerast í þínum heila. Það mun alltaf reynast þér best að fá lánaða dómgreind hjá þeim sem þú treystir og geta sagt þér afdráttarlaust hvað þú átt að gera. Þá verðurðu víðsýnni og heldur ekki of fast í hugmyndir sem eru ekki að henta þínu lífsformi.

Þér finnst að september mánuður verði þér ekki auðveldur, og þú hefur rétt fyrir þér. Þú þarft að standa berskjaldaður fyrir framan fólkið þitt og það eina sem mun duga til að setja blessun og nýja beygju er að segja sannleikann. Allt annað kemur þér í svo mikla klípu þú getur ekki ímyndað þér það. Það eru mjög margir sem vilja halda yfir þér hlífiskildi og passa upp á þig. En þeir eru nú ekki allir að gefa þér góð ráð.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Fiskurinn minn,

að sjálfsögðu eruð þið tveir Fiskar sem táknið þetta merki. Annar Fiskurinn er hákarl en hinn er skrautfiskur. Maður veit aldrei hvorum maður mætir, hákarlinum eða skrautfisknum. Þetta gerir það að verkum að þú ert svo spennandi og allir vilja vita hver þú í raun og veru ert. En enginn mun komast að neinni niðurstöðu vegna þess að þú hefur þann hæfileika að aðlaga þig að öllu og öllum. 

Stundum er þó hákarlinn í orku þinni of lengi inni og sérstaklega núna í september og í byrjun október þar sem þig langar virkilega að éta einhvern. Allavega að sýna að það borgar sig ekki að ráðast á þig. Þú ert svo góður í að semja leikrit eða að segja frá því sem gerðist og alltaf muntu skreyta það aðeins og það gerir þig svo skemmtilegan. Er það ekki það sem við öll þráum að vera með skemmtilegum manneskjum?

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Hrúturinn minn,

það hafa verið allskyns leiðinlegar fréttir sem þú hefur fengið að undanförnu. Þú lætur svo oft þessi leiðindi stjórna skapi þínu sem svo bitna á öðrum sem síst skyldi.  En ég ætla að segja þér að þú ert ekkert fórnarlamb eða píslarvottur. Það eru jafnvel margir sem hræðast þig og svo eru margir sem halda þú sért svolítið snobbaður, en ekkert af þessu á við þig.

Þú hefur eitilharða orku til þess að fara í gegnum erfiðustu kviksyndi. Þú ert langbestur þegar þú ert á tánum og þarft virkilega að hafa fyrir hlutunum. Það eru svo margir sem eru að biðja þig um að redda, bjarga og hjálpa sér. Og þú átt að gera þitt besta og vera hjálpsamur og helst að margfalda hjálpsemi þína. Þú ert undir sterku Karma og það sem þú lætur gott af þér leiða mun koma strax til þín úr annarri átt. Lífið tekur miklum breytingum á jákvæðan máta því að þegar þú þarft þess ertu ósigrandi.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Nautið mitt,

þú ert sá karakter sem boðar vorkomuna sem gefur öðrum von. Þú lendir í sérkennilegum augnablikum og einhverju óvenjulegu, sérstaklega fyrstu tólf dagana í september. Þú fyllist þeim krafti að vera vakandi, að sjá allar mögulegar útkomur sem gætu aðstoðað þig og þína.

Þú þráir að hafa allt í fullkomnu standi, en þannig virkar þetta líf ekki. Svo um leið og þú veist að þú þarft að taka myrkrinu til að sjá ljósið og myrkrinu til þess að sjá ljósið, þá læturðu í raun ekkert koma þér á óvart. Að sjálfsögðu er alltaf best að vera fullkomlega heiðarlegur, en þú þarft ekki endilega að segja lögreglunni frá því að þú fórst yfir á rauðu ljósi þegar þú þurftir þess.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál