Vatnsberinn: Þú átt erfitt með að ákveða þig

Elsku Vatnsberinn minn,

það er svo margt líkt með þér og þeim sem eru í Voginni. Þú átt svo erfitt með að ákveða þig, það er svo mikið að gerast í þínum heila. Það mun alltaf reynast þér best að fá lánaða dómgreind hjá þeim sem þú treystir og geta sagt þér afdráttarlaust hvað þú átt að gera. Þá verðurðu víðsýnni og heldur ekki of fast í hugmyndir sem eru ekki að henta þínu lífsformi.

Þér finnst að september mánuður verði þér ekki auðveldur, og þú hefur rétt fyrir þér. Þú þarft að standa berskjaldaður fyrir framan fólkið þitt og það eina sem mun duga til að setja blessun og nýja beygju er að segja sannleikann. Allt annað kemur þér í svo mikla klípu þú getur ekki ímyndað þér það. Það eru mjög margir sem vilja halda yfir þér hlífisskildi og passa upp á þig. En þeir eru nú ekki allir að gefa þér góð ráð.

Það er skipting á orkutíðni alfarið hjá þér þegar líða tekur á næstu mánuði. Fólk sér þig í nýju ljósi og þykir vænna um þig vegna þess.  Þú færir þig eitthvað til, það gæti tengst verkefni eða að nýtt húsnæði kemur til sögunnar. Þetta er eitthvað mjög merkilegt og mun sjást mjög sterkt í kringum þann 26. september. 

Þeir sem sækjast eftir athygli munu sannarlega fá hana, þeir sem sækjast eftir friði og litlu frumkvæmi munu líka eflast í því. Eitthvað sem þú varst búinn að setja út í Alheiminn þegar þú varst ungur verður að veruleika og er það þannig að þér hefði ekki dottið það í hug þessa dagana.

Það er náttúrulega skylda þín að taka lífið ekki of alvarlega, því svo sannarlega kemstu ekki á lífi frá því. Það eru nefnilega mistökin sem gera þig að meiriháttar snillingi og þú átt eftir að nota þína einstöku orðheppni og mýkt í málróm þínum til þess að gefa þér alla þá heilum sem þarf, það mun líka sýna að þú ert góðverk.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is