Nautið: Kláraðu ókláruðu verkin

Elsku Nautið mitt,

þú ert sá karakter sem boðar vorkomuna sem gefur öðrum von. Þú lendir í sérkennilegum augnablikum og einhverju óvenjulegu, sérstaklega fyrstu tólf dagana í september. Þú fyllist þeim krafti að vera vakandi, að sjá allar mögulegar útkomur sem gætu aðstoðað þig og þína.

Þú þráir að hafa allt í fullkomnu standi, en þannig virkar þetta líf ekki. Svo um leið og þú veist að þú þarft að taka myrkrinu til að sjá ljósið og myrkrinu til þess að sjá ljósið, þá læturðu í raun ekkert koma þér á óvart. Að sjálfsögðu er alltaf best að vera fullkomlega heiðarlegur, en þú þarft ekki endilega að segja lögreglunni frá því að þú fórst yfir á rauðu ljósi þegar þú þurftir þess.

Akkúrat á þeim tíma sem þú þarft að loka augunum og þykjast jafnvel ekkert vita, skipta þér ekki af öllu og þú þarft ekki að vera hreinskilinn um hvað þér finnst um manneskjuna nema hún biðji þig um álit. Núna er tíminn þar sem þú þarft að vera svolítið útsmogin og sniðug. Að afla þér upplýsinga án þess að treysta öllum og klára það sem þér finnst vera óklárað. Og að koma út úr lífi þínu fólki sem breytist aldrei og að njóta augnabliksins, það er vinna því það kemur ekki að sjálfu sér. Það er spennandi og skemmtilegt upphaf í kringum þann tíunda september því þá er fullt tungl í Fiskunum.

Þetta gefur að þér verður svo mikið meira sama um álit annarra á því sem þú ert að gera og með því fær þessi sanni einstaklingur sem þú ert að njóta sín. Því að þú hefur of lengi verið að bíða eftir rétta tímanum til þess að framkvæma þetta fyrir þig eða að gera það sem þig langaði. Það erstundum gott að ímynda sér að þetta sé síðasta vikam sem þér er úthlutað í þessu lífi. Þú myndir ekki breyta lífi þínu mikið heldur sjá það að þú getur notið þess sem þú hefur miklu betur. Þetta eru líka skilaboð til þín sem vilt hafa ástina, taktu áhættu á henni. Ef þú hefur lengi verið óhamingjusamur, skoðaðu þá hvort ekki sé betra að breyta til og skipta um lit.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál