Tvíburinn 21. maí - 20. júní

Tvíburinn 21. maí - 20. júní Tvíburinn 21. maí - 20. júní

Þú rífur þig uppúr vissu ranglæti

Elsku Tvíburinn minn,

það er til orðatiltæki, Vogun vinnur, vogun tapar og það er svo sannarlega sent beint til þín núna. Þú þarft að sjá það vel fyrir þér hvort þú viljir ekki stökkva aðeins lengra eða hærra og þú færð aflið og hugmyndirnar til þess, máttinn og viljann og magnaðra getur það ekki orðið.

Þú rífur þig uppúr vissu ranglæti sem þú eða aðrir hafa stimplað í kringum þig og rífur kjaft ef þú þarft þess.  Í þínu merki finnast bestu veislustjórar sem eru til í heiminum, það er bara „universal“ og þegar þú glóir þá glóir heimsbyggðin með. Svo það er alveg snarbannað að fara í fýlu út í lífið eða fólk, því þá slokkna hjá þér ljósin, svo endurræstu orkuna þína, því hún er svo sannarlega búin að vera á þeytingi.

Þú vilt stjórna ástinni og veist ekki alltaf hvort þú sért ástfanginn eða ekki og þú þarft að velja þér lífsförunaut sem er sterkur og jarðtengdur og heldur vel utan um þig án þess þó að stjórna þér. Þessar mögnuðu líflínur eru sendar til þín frá Alheiminum og þú þarft bara að rétta út höndina, grípa í línuna því það er að byrja nýr kafli í bókinni þinni.

Þú ert að taka áhættu í mörgu og þrífst á spennunni eins og þú sért með næringu í æð og vinnur einhverskonar veraldlegan vinning tengt peningum, húsnæði, samningum og svo framvegis og þá komum við aftur að því að vogun vinnur, vogun tapar, svo taktu áhættu.

Fólk í kringum þig öfundar þig að vissu leyti og finnst þú alveg svakalega heppinn, en þér líður oft eins og vængbrotnum fugli og þú sérð enga möguleika í stöðunni. Láttu ekki þessa blekkingu leiða þig áfram því þú munt ná takmarki þínu, sama hvar þú ert staddur og þá eru engar réttar eða rangar leiðir að takmarkinu, bara spurning hversu langan tíma það tekur fyrir þig að öðlast það sem veitir þér hamingju.

Þú hefur fágætan persónuleika og þú þarft bara að peppa þig upp sjálfur á hverjum degi, baða þig uppúr orðum, athöfnum og fólki og treysta á mínútuna sem þú lifir í.

Knús og kossar,

Sigga Kling

Stjörnuspár - smellið til að skoða

Aftur á yfirlitssíðu