Einstaklings- og fjölskylduráðgjafi

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Einstaklings- og fjölskylduráðgjafi
Sendu spurningu

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

í fyrradag „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

23.1. „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Kærastinn kom út úr skápnum

27.11. „Ég eyði stórum hluta úr deginum í þráhyggju og eftirsjá. Málið er að kærasti minn hætti með mér fyrir tveimur árum. Við vorum saman í 15 ár og ótrúlega hamingjusöm að mínu mati.“ Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

19.10. „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

23.9. „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

Treystir ekki kærastanum

13.8. „Þegar við kynntumst þá var strax brjálað „kemistrí“ okkar á milli. Við gátum talað um allt. Stuttu eftir að við kynntumst flutti ég til hans. Það var þá sem ég uppgötvaði að hann hafði í sambandinu með mér verið að daðra við aðrar stelpur á netinu. Ég varð reið en í staðinn fyrir að öskra og labba út fór ég að gráta og brotnaði niður. Var ég ekki nógu góð?“ Meira »

Getur verið að ég hafi fæðst einmana?

12.8. Kona sendir inn spurningu og er að velta fyrir sér hvort það geti verið að hún hafi fæðst einmana. Hún finnur fyrir mikilli fjarlægð á milli sín og annars fólks. Hún er ein í gleði og sorg og stendur utan við allt. Meira »

Kærastinn vill ekki kvænast

9.8. „Fyrr í sumar fórum við á stefnumót til að fagna 10 ára sambandsafmæli og ákveð ég að nefna hvort við ættum að stefna að því að gifta okkur fyrir 15 ára sambandsafmælið. Hann tekur hins vegar ekkert undir það,“ segir íslensk kona og leitar ráða hjá Elínrós Líndal. Meira »

Getur líkamslyktin mín heillað kvænta menn?

7.8. Kona skrifar bréf til ráðgjafa og veltir fyrir sér af hverju hún er kröfuhörð þegar kemur að mönnum sem eru einhleypir en ekki þegar kemur að kvæntum mönnum. Hún á það til að kaffæra menn þegar hún er að fara í samband. Meira »

Eiginmaður með óreiðu- og söfnunaráráttu

4.8. Kona skrifar bréf til Elínrósar einstaklings- og fjölskylduráðgjafa þar sem hún er í góðu hjónabandi en langar að hafa heimilið stílhreint og fallegt. Eiginmaðurinn er hins vegar með mikla söfnunaráráttu og mikil óreiða fylgir honum. Það má engu henda! Meira »

Meðvirkni á vinnustaðnum

31.1. „Sem dæmi þá fórum við öll út saman nýverið og þessi millistjórnandi missti sig alveg í drykkju. Hann byrjaði að ýta við okkur sem störfum með honum, sagði hluti sem ég skil ekki alveg hvaðan koma.“ Meira »

Unglingurinn minn er í neyslu

3.1. „17 ára unglingurinn minn er í neyslu. Hvað á maður að gera þegar maður veit af þessu, er eitthvað sem ég get gert? Hann er búinn með dagana sína á Stuðlum og þeir vilja ekki taka hann í meðferð.“ Meira »

„Hún hélt mér fast í sínu eigin helvíti“

24.10. „Hún laug að mér, barði mig, hótaði mér, gerði mig kvíðinn, þunglyndan og óttasleginn. Hún hélt mér fast í sínu eigin helvíti. Hvað segir það um mig? Er ekki eitthvað að mér?“ Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

Dreymir að konan sé að halda framhjá

4.9. „Það er farið að aukast að mig dreymi þetta og draumarnir verða sífellt grafískri. Í fyrstu fannst henni þetta hálffyndið en ekki lengur. Núna vill hún túlka þetta þannig að ég hafi áhuga á því að stíga út fyrir hjónabandið, en ég hef engan áhuga á því.“ Meira »

Fer að gráta þegar hann á að hlýða

12.8. „Mig vantar ráðgjöf varðandi miðjustrákinn minn. Þeir eru þrír bræðurnir og ég hef tekið eftir breytingum í hegðun og atferli hjá honum. Hann fer gjarnan í grátinn þegar við erum að reyna að fá hann til að hlýða og hann bregst illa við þegar við komum til hans og bjóðum honum faðminn.“ Meira »

Tölvunotkun kærastans að rústa lífinu

11.8. „Þegar frumburðurinn okkar fæddist og brjóstagjöfin gekk hræðilega hélt ég að hann yrði til staðar fyrir mig, en þá fór öll athyglin í War of Worldcraft tölvuleikinn. Eftir nokkrar vikur þegar ég var búin að fá nóg þá gerði ég honum úrslitakosti. Við eða tölvan!“ Meira »

Elska fyrrverandi konuna mína enn þá

8.8. Karlmaður sem skildi við konuna sína nýverið er að upplifa vandamál þar sem hann elskar hana enn þá. Þau voru að meiða hvort annað andlega í sambandinu en hann nær ekki að klippa á strenginn til hennar. Meira »

Hvers vegna er ég með þeim báðum?

6.8. Kona er í sambandi við tvo menn sem eru báðir í samböndum. Hún getur ekki slitið sig úr þessu mynstri en biður um aðstoð þar sem þetta er að brjóta hana niður. Hún er hrædd um að einangrast og veit ekki hvernig hún á að snúa sér í þessu máli. Meira »

Maðurinn hjakkar alltaf í sama farinu

3.8. Kona sendir inn bréf til ráðgjafa Smartlands þar sem hún er í vandræðum með sambýlismanninn sinn. Hann er góður maður en algjörlega stefnulaus og sofandi. Hún veltir fyrir sér hvort hún eigi að leyfa honum að sigla með eða segja honum upp. Meira »