Einstaklings- og fjölskylduráðgjafi

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Einstaklings- og fjölskylduráðgjafi
Sendu spurningu

„Langar að segja bless við fjölskylduna“

2.6. Ég er elst fjögurra systkina og við eigum foreldra á lífi sem eru að nálgast sjötugt. Þau glíma bæði við fíkn í áfengi og lyf og eru helsjúkir fíklar og hafa verið það í tugi ára. Ástandið er að valda leiðindum okkar á milli. Meira »

„Þori ekki öðru en að láta undan henni“

29.5. „Hún hefur alltaf haft mikla kynlífsþörf. Undanfarna mánuði hefur hún orðið stjórnsamari þar og harðhent við mig, svo mikið að mér líkar það ekki. Ég hef reynt að fá hana til að hætta því en hún heldur alltaf áfram og ég verð stundum hræddur við hana og þori ekki öðru en að láta undan henni.“ Meira »

„Fyrrverandi með tak á mér“

30.4. Ég var í toppformi en hef einhvern veginn gefist upp á samböndum og geri lítið til að hressa mig við. Einn vandi háir mér mjög en það er sú sem ég var með síðast í nokkur ár og var erfiðasta sambandið, framhjáhald og það sem ég nefndi, hún er alltaf að hafa samband við mig. Hún ruglar mig ægilega og ég veit ekki hvað ég á að gera. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

24.4. „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Hvernig fæ ég áhuga frá henni aftur?

11.3. Ég hef ótrúlega oft reynt að sýna henni ást og löngun en hún ýtir mér í burtu og segir „ekki núna“. Mig langar svo að við séum hamingjusöm og stundum reglulegt og gott samlíf því eftir það er allt miklu betra og sambandið miklu sterkara fyrir vikið. Meira »

Hvers vegna eru íslenskir menn gúgú?

7.3. „Dæmigert fyrir mig er að ég fer út með vinkonunum og þar hitti ég mann sem reynir við mig. Hann reynir að fá mig með sér heim. Ég er reyndar hætt að gera slíkt því þá heyrir maður bara í þeim eftir einhverjar vikur.“ Meira »

Meðvirkni á vinnustaðnum

31.1. „Sem dæmi þá fórum við öll út saman nýverið og þessi millistjórnandi missti sig alveg í drykkju. Hann byrjaði að ýta við okkur sem störfum með honum, sagði hluti sem ég skil ekki alveg hvaðan koma.“ Meira »

Unglingurinn minn er í neyslu

3.1. „17 ára unglingurinn minn er í neyslu. Hvað á maður að gera þegar maður veit af þessu, er eitthvað sem ég get gert? Hann er búinn með dagana sína á Stuðlum og þeir vilja ekki taka hann í meðferð.“ Meira »

„Laug til um hópnauðgun og fleira“

30.5. Hún sagði mér frá einelti í grunnskóla, gagnfræðaskóla og framhaldsskóla. Hún sagði mér frá fjölda kynferðisbrota sem hún lenti í, þar á meðal hópnauðgun. Hún var mikið fórnarlamb og ég vorkenndi henni og hafði sterka réttlætiskennd. Ég og þessi kona eignuðumst börn og vorum saman í þó nokkuð mörg ár. Meira »

„Hjónabandið er orðið eins og fyrirtæki“

15.5. „Við erum eins og systkin og það er lítið um kynlíf, ástríðu eða annað sem ég gæti ímyndað mér að kynsystur mínar séu að upplifa.“ Meira »

„Maki minn hélt fram hjá mér“

26.4. „Málið er að allir í kringum mig segja að ég ætti að skilja. Ég er frekar dofin yfir þessu öllu, en langar ekki að segja skilið við þetta hjónaband í bili. Við eigum börn saman, fallegt heimili og margt gott sem við höfum byggt upp í gegnum árin.“ Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

23.4. „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

21.3. Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Maðurinn borðar sig út úr hjónbandinu

11.3. „Hann er í ofþyngd og hefur verið að þyngjast mikið en mig grunar að hann eigi við matarfíkn að ræða og hann viðurkennir það. Samt sem áður skammast hann sín og borðar enn meira. Ég hef reynt allt, ég er sjálf mjög meðvirk með honum.“ Meira »

Kærastinn glápir á aðrar konur á kvöldin

8.3. Um daginn fór ég í sund og sá eina af þessum konum. Hún er týpan sem er rosa mjó og flott á Instagram, en mér brá frekar mikið að sjá hana í sundi, þar sem hún var frekar venjuleg og alls ekki eins og myndirnar sem hún er að setja út í loftið af sér. Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

23.1. „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Kærastinn kom út úr skápnum

27.11. „Ég eyði stórum hluta úr deginum í þráhyggju og eftirsjá. Málið er að kærasti minn hætti með mér fyrir tveimur árum. Við vorum saman í 15 ár og ótrúlega hamingjusöm að mínu mati.“ Meira »