Sveinn Andri og Kristrún Ösp eru að flytja í einbýli

Kristrún Ösp og Sveinn Andri.
Kristrún Ösp og Sveinn Andri. mbl.is/Golli

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson og Kristrún Ösp Barkardóttir stílisti byrjuðu saman á dögunum. Samband þeirra vakti mikla athygli þar sem hann er 27 árum eldri en hún. Nú eru þau byrjuð að búa saman og segir Kristrún Ösp að sambandið gangi mjög vel og Sveinn Andri sé mikið snyrtimenni.

Er ekkert snemmt að byrja strax að búa saman?

„Nei, alls ekki. Sambúðin leggst mjög vel í mig. Við vitum bæði að við viljum vera saman og þá þarf sambúð ekkert að vefjast fyrir manni.“

Kristrún Ösp flutti inn til Sveins Andra þar sem hann býr við Laugaveg. Í sama húsi býr einmitt Ásgeir Kolbeins. Þau ætla þó ekki að stoppa þar stutt því þau munu flytja í einbýli við Vatnsenda í júní.

Eruð þið ekkert að rífast um hver á að vaska upp?

„Nei, alls ekki. Ég gæti ekki verið heppnari með mann því við hjálpumst að. Sveinn Andri er mjög snyrtilegur og við eigum það sameiginlegt að vilja ekki hafa drasl í kringum okkur. Við göngum alltaf frá öllu strax. Ég þoli ekki karlmenn sem ganga illa um.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda