Hélt hann framhjá Demi Moore?

Ashton Kutcher ásamt eiginkonu sinni, Demi Moore.
Ashton Kutcher ásamt eiginkonu sinni, Demi Moore.

23 ára gömul kona hefur ásakað Ashton Kutcher um að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, Demi Moore, aðfaranótt laugardagsins. Framhjáhaldið á að hafa farið fram á skemmtistað í San Diego. Daginn eftir meint framhjáhald héldu Kutcher og Moore upp á sex ára brúðkaupsafmæli sitt í borginni.

Kutcher og Moore hafa ekki svarað blaðamönnum vefmiðilsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná tali af þeim.

Heimildarmaður sagði í samtali við RadarOnline að parið hefði ekki virst neitt sérlega hamingjusamt þegar þau héldu upp á brúðkaupsafmælið. RadarOnline er ekki eini fjölmiðillinn sem er að velta þessu máli fyrir sér því tímaritið Star verður víst með umfjöllun um hjónin í næsta tölublaði. Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að hjónaband Kutcher og Moore sé komið á endastöð.

Demi Moore.
Demi Moore. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina