Þetta er klúður ársins

Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur.
Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur. mbl.is/Golli

1. Pressan birti mynd af stúlku sem kærði karlmann á fertugsaldri og unnustu hans fyrir nauðgun og olli myndbirtingin mikilli reiði og hneykslan, netheimar loguðu. Pressan sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið en í henni sagði þó að myndin hefði ótvírætt fréttagildi. Afsökunarbeiðninni fylgdi svo önnur afsökunarbeiðni þar sem ritstjóri Pressunnar sagði þá fyrri ekki hafa skilað sér. Hann endurtæki því afsökunarbeiðnina svo enginn velktist í vafa um að hún hefði verið sett fram í fyllstu einlægni.

2. Maður með enga reynslu og bakgrunn í myndlist eða hönnun fær að ráða útliti kápu og valinna blaðsíðna Símaskrárinnar, útbreiddustu handbókar landsins. Síðustu eintökum Símaskrárinnar 2011 hefur nú verið komið í endurvinnslu.

3. Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Fresta þurfti sýningum fram á haust og tap varð á hverri sýningu þó svo að uppselt væri á þær allar.

4. Íslensk nútímalistaverk og verðmæt húsgögn eyðilögðust þegar sjór flæddi inn í gám sem hafði að geyma búslóð Skafta Jónssonar sendiráðunautar og eiginkonu hans og þurfti íslenska ríkið að greiða Skafta 75 milljónir krónaí bætur. Búslóðir flutningsskyldra starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru ekki tryggðar nema að litlu leyti og tekur ríkið því á sig áhættuna sem flutningum fylgja.

5. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Matthías MD Hemstock héldu þrenna tónleika á Vestfjörðum og með þeim í för var Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður á Ísafirði, höfundur annars verksins sem flutt var. Flutningurinn heppnaðist ágætlega en því miður gleymdist að auglýsa tónleikana. Blaðamaður Morgunblaðsins var eini gesturinn á tónleikum þeirra félaga á Patreksfirði og naut sín vel í fámenninu.

6. Hinu ízlenska reðasafni var lokað á Húsavík og það flutt til Reykjavíkur. Á vef RÚV birtist frétt um flutningana 12. október og byrjaði svo: „Gámur fullur af getnaðarlimum lagði af stað frá Húsavík í dag.“ Með flutningi reðrasafnsins missti Húsavík spón úr aski sínum, góða tálbeitu fyrir ferðamenn og reðrum fækkaði mjög í bænum. „Ég er búinn að fá nóg, ég er orðinn gamall,“ var haft eftir stofnanda og eiganda safnsins, Sigurði Hjartarsyni, á vef Morgunblaðsins 10. ágúst. Sonur hans tæki við safninu og flytti það til Reykjavíkur.

7. Þorláksbúð. Má hún rísa eða má hún ekki rísa? Tilgáta um torfkofa með tjörupappa og steinull? Hmmm...

8. Væntingastjórnun þegar kveikt var á ljósunum í glerhjúpi Hörpu. Var ekki bara hægt að kveikja á þeim í skjóli nætur?

9. Landeyjahöfn heldur sæti sínu á listanum milli ára. Ennþá sama klúðrið.

10. Saga Akraness. Skrif sögunnar kostuðu tugi milljóna en hún var engu að síður jörðuð af bókmenntapáfanum Páli Baldvini Baldvinssyni í Fréttatímanum. Amen.

11. Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó.

12. Jarðskjálftar á Hellisheiði í boði Orkuveitunnar. Er ekki næg jarðskjálftavirkni á þessu landi fyrir?

Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar.
Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Skapti Hallgrímsson
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur …
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó. Júlíus Sigurjónsson
Herjólfur í Landeyjarhöfn.
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál