Þetta er klúður ársins

Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur.
Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur. mbl.is/Golli

1. Pressan birti mynd af stúlku sem kærði karlmann á fertugsaldri og unnustu hans fyrir nauðgun og olli myndbirtingin mikilli reiði og hneykslan, netheimar loguðu. Pressan sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið en í henni sagði þó að myndin hefði ótvírætt fréttagildi. Afsökunarbeiðninni fylgdi svo önnur afsökunarbeiðni þar sem ritstjóri Pressunnar sagði þá fyrri ekki hafa skilað sér. Hann endurtæki því afsökunarbeiðnina svo enginn velktist í vafa um að hún hefði verið sett fram í fyllstu einlægni.

2. Maður með enga reynslu og bakgrunn í myndlist eða hönnun fær að ráða útliti kápu og valinna blaðsíðna Símaskrárinnar, útbreiddustu handbókar landsins. Síðustu eintökum Símaskrárinnar 2011 hefur nú verið komið í endurvinnslu.

3. Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Fresta þurfti sýningum fram á haust og tap varð á hverri sýningu þó svo að uppselt væri á þær allar.

4. Íslensk nútímalistaverk og verðmæt húsgögn eyðilögðust þegar sjór flæddi inn í gám sem hafði að geyma búslóð Skafta Jónssonar sendiráðunautar og eiginkonu hans og þurfti íslenska ríkið að greiða Skafta 75 milljónir krónaí bætur. Búslóðir flutningsskyldra starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru ekki tryggðar nema að litlu leyti og tekur ríkið því á sig áhættuna sem flutningum fylgja.

5. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Matthías MD Hemstock héldu þrenna tónleika á Vestfjörðum og með þeim í för var Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður á Ísafirði, höfundur annars verksins sem flutt var. Flutningurinn heppnaðist ágætlega en því miður gleymdist að auglýsa tónleikana. Blaðamaður Morgunblaðsins var eini gesturinn á tónleikum þeirra félaga á Patreksfirði og naut sín vel í fámenninu.

6. Hinu ízlenska reðasafni var lokað á Húsavík og það flutt til Reykjavíkur. Á vef RÚV birtist frétt um flutningana 12. október og byrjaði svo: „Gámur fullur af getnaðarlimum lagði af stað frá Húsavík í dag.“ Með flutningi reðrasafnsins missti Húsavík spón úr aski sínum, góða tálbeitu fyrir ferðamenn og reðrum fækkaði mjög í bænum. „Ég er búinn að fá nóg, ég er orðinn gamall,“ var haft eftir stofnanda og eiganda safnsins, Sigurði Hjartarsyni, á vef Morgunblaðsins 10. ágúst. Sonur hans tæki við safninu og flytti það til Reykjavíkur.

7. Þorláksbúð. Má hún rísa eða má hún ekki rísa? Tilgáta um torfkofa með tjörupappa og steinull? Hmmm...

8. Væntingastjórnun þegar kveikt var á ljósunum í glerhjúpi Hörpu. Var ekki bara hægt að kveikja á þeim í skjóli nætur?

9. Landeyjahöfn heldur sæti sínu á listanum milli ára. Ennþá sama klúðrið.

10. Saga Akraness. Skrif sögunnar kostuðu tugi milljóna en hún var engu að síður jörðuð af bókmenntapáfanum Páli Baldvini Baldvinssyni í Fréttatímanum. Amen.

11. Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó.

12. Jarðskjálftar á Hellisheiði í boði Orkuveitunnar. Er ekki næg jarðskjálftavirkni á þessu landi fyrir?

Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar.
Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Skapti Hallgrímsson
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur ...
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó. Júlíus Sigurjónsson
Herjólfur í Landeyjarhöfn.
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Ómar Óskarsson

Bloggað um fréttina

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

12:34 Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

09:06 „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

Í gær, 23:54 Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

Í gær, 21:00 „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Beckham-hjónin skoða íbúð á Hafnartorgi

Í gær, 18:00 Beckham-hjónin hafa heimsótt Ísland nokkrum sinnum síðustu ár í gegnum kunningskap við hjónin. Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur. Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

Í gær, 15:44 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

í gær Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

í gær Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í gær Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

í fyrradag Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

í fyrradag Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

í fyrradag Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

í fyrradag Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

14.10. Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »

Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

13.10. Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. Meira »

Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

13.10. Bosu-boltar eru í uppáhaldi hjá Helgu Diljá Gunnarsdóttur en hún notar boltana til þess að gera maga- og jafnvægisæfingar.   Meira »