Þetta er klúður ársins

Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur.
Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur. mbl.is/Golli

1. Pressan birti mynd af stúlku sem kærði karlmann á fertugsaldri og unnustu hans fyrir nauðgun og olli myndbirtingin mikilli reiði og hneykslan, netheimar loguðu. Pressan sendi frá sér afsökunarbeiðni í kjölfarið en í henni sagði þó að myndin hefði ótvírætt fréttagildi. Afsökunarbeiðninni fylgdi svo önnur afsökunarbeiðni þar sem ritstjóri Pressunnar sagði þá fyrri ekki hafa skilað sér. Hann endurtæki því afsökunarbeiðnina svo enginn velktist í vafa um að hún hefði verið sett fram í fyllstu einlægni.

2. Maður með enga reynslu og bakgrunn í myndlist eða hönnun fær að ráða útliti kápu og valinna blaðsíðna Símaskrárinnar, útbreiddustu handbókar landsins. Síðustu eintökum Símaskrárinnar 2011 hefur nú verið komið í endurvinnslu.

3. Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Fresta þurfti sýningum fram á haust og tap varð á hverri sýningu þó svo að uppselt væri á þær allar.

4. Íslensk nútímalistaverk og verðmæt húsgögn eyðilögðust þegar sjór flæddi inn í gám sem hafði að geyma búslóð Skafta Jónssonar sendiráðunautar og eiginkonu hans og þurfti íslenska ríkið að greiða Skafta 75 milljónir krónaí bætur. Búslóðir flutningsskyldra starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru ekki tryggðar nema að litlu leyti og tekur ríkið því á sig áhættuna sem flutningum fylgja.

5. Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Matthías MD Hemstock héldu þrenna tónleika á Vestfjörðum og með þeim í för var Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður og safnvörður á Ísafirði, höfundur annars verksins sem flutt var. Flutningurinn heppnaðist ágætlega en því miður gleymdist að auglýsa tónleikana. Blaðamaður Morgunblaðsins var eini gesturinn á tónleikum þeirra félaga á Patreksfirði og naut sín vel í fámenninu.

6. Hinu ízlenska reðasafni var lokað á Húsavík og það flutt til Reykjavíkur. Á vef RÚV birtist frétt um flutningana 12. október og byrjaði svo: „Gámur fullur af getnaðarlimum lagði af stað frá Húsavík í dag.“ Með flutningi reðrasafnsins missti Húsavík spón úr aski sínum, góða tálbeitu fyrir ferðamenn og reðrum fækkaði mjög í bænum. „Ég er búinn að fá nóg, ég er orðinn gamall,“ var haft eftir stofnanda og eiganda safnsins, Sigurði Hjartarsyni, á vef Morgunblaðsins 10. ágúst. Sonur hans tæki við safninu og flytti það til Reykjavíkur.

7. Þorláksbúð. Má hún rísa eða má hún ekki rísa? Tilgáta um torfkofa með tjörupappa og steinull? Hmmm...

8. Væntingastjórnun þegar kveikt var á ljósunum í glerhjúpi Hörpu. Var ekki bara hægt að kveikja á þeim í skjóli nætur?

9. Landeyjahöfn heldur sæti sínu á listanum milli ára. Ennþá sama klúðrið.

10. Saga Akraness. Skrif sögunnar kostuðu tugi milljóna en hún var engu að síður jörðuð af bókmenntapáfanum Páli Baldvini Baldvinssyni í Fréttatímanum. Amen.

11. Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó.

12. Jarðskjálftar á Hellisheiði í boði Orkuveitunnar. Er ekki næg jarðskjálftavirkni á þessu landi fyrir?

Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar.
Söngleikurinn Rocky Horror hjá Leikfélagi Akureyrar. Skapti Hallgrímsson
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur ...
Samningar Hörpu við tónlistarmenn með öllu sínu mikla flækjustigi. Stjórnendur Hörpu komust loks að því að þeir væru ekki að stýra Óperunni í Mílanó. Júlíus Sigurjónsson
Herjólfur í Landeyjarhöfn.
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Ómar Óskarsson

Bloggað um fréttina

Get ég breytt vondum samskiptum í lífi mínu?

06:00 „Ég er mikill aðdáandi félagsvísindakonu að nafni Bréne Brown en hún hefur stundað rannsóknir á þörfum okkar hvað samskipti varðar og hefur komist að áhugaverðum niðurstöðum þar. Hún talar um Béin 3 sem á enskunni útleggjast sem to be brave – to belong – to be loved, eða á íslensku að vera hugrakkur – að tilheyra og að vera elskaður. Meira »

Umdeildustu kjólarnir á SAG

Í gær, 23:59 Allt nema svart var áberandi á rauða dreglinum fyrir SAG-verðlaunin. Stjörnurnar voru litaglaðar þennan sunnudaginn en það tókst misvel hjá þeim. Meira »

Glitrandi kjólar allsráðandi

Í gær, 21:00 Best klæddu konurnar á SAG-verðlaunahátíðinni áttu það sameiginlegt að mæta í glitrandi kjólum.   Meira »

Þjálfari Kardahsian veitir fjögur góð ráð

Í gær, 18:00 Þrátt fyrir að rassummál Kim Kardashian sé ekki lítið þá er sagan allt önnur þegar kemur að mittinu. Stjarnan hefur sjaldan verið í jafngóðu formi og þakkar þjálfaranum sínum, Melissu Alcantara, fyrir hvatninguna. Meira »

61 fm krútthús í Hafnarfirði

Í gær, 15:00 Húsin gerast ekki mikið sætari en þetta 61 fm hús sem stendur við Kirkjuveg 13. Í húsinu er hver einasti fermetri nýttur til fulls. Meira »

Allt á útopnu á þorrablótinu

Í gær, 12:00 Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.   Meira »

Sjóböð og áhrif þeirra á heilsuna

í gær Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu og hefur stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá árinu 2004.  Meira »

10 lífsreglur Móður Teresu

Í gær, 09:00 Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli. Meira »

Undir kjólnum leyndist typpi

í fyrradag „Ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.“ Meira »

Ráðgjöf eykur persónulegan vöxt

í fyrradag Kári Eyþórsson er vinsæll fjölskyldu- og einstaklingsráðgjafi sem hefur starfað við fagið í yfir 25 ár. Hann rekur Ráðgjafaskólann og hefur lagt sitt af mörkum í gegnum árin til að efla þekkingu og skilning fólks á því hvernig hægt er að nota ráðgjöf til að þroskast og eflast í lífinu. Meira »

Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

í fyrradag Að skipta út innréttingunni, brjóta niður vegg og setja eyju eða henda efri skápunum og setja hillur. Hvað skiptir mestu máli þegar eldhúsið er tekið í gegn? Meira »

Að finna bestu leiðina

í fyrradag Þær Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hafa vakið athygli víða með nýrri leið til stefnumótunar sem kallast Design Thinking. Þær halda námskeið á vegum Opna háskólans um þessa aðferð. Meira »

Er löngun þín í sætindi eða mat stjórnlaus?

í fyrradag Esther Helga Guðmundsdóttir er einn virtasti sérfræðingur landsins þegar kemur að matarfíkn. Hún er eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og hefur í áraraðir veitt matarfíklum ráðgjöf og meðferðir í gegnum MFM Matarfíknarmiðstöðina. Meira »

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

21.1. Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »

Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

20.1. Öll pör rífast, líka þau hamingjusömu, hvernig við rífumst er svo annað mál. Rífst þú um eitt af þessum fimm atriðum?  Meira »

Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

20.1. Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954.  Meira »

Með ósamstæða eyrnalokka

í fyrradag Það glitti í töffarann Meghan Markle þrátt fyrir fágaða kápu frá Stellu McCartney þegar hún heimsótti Cardiff. Meghan hættir ekki að fylgjast með tískunni þrátt fyrir að vera að ganga í bresku konungsfjölskylduna. Meira »

Bæjarstjórahjónin létu sig ekki vanta

20.1. Á þriðja hundrað gestir mættu á O'Learys í Smáralind þegar staðurinn fagnaði formlega opnuninni. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys-veitingakeðjunnar, mætti og klippti á borða. Meira »

Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

20.1. Það er mikilvægt að huga að húðinni fyrir svefninn, bæði rétt fyrir svefn og þegar við sofum til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Það vill enginn breytast í ellikerlingu á einni nótt. Meira »

Íbúðin líkist helst listaverki

20.1. Við Safamýri í Reykjavík hefur fjölskylda hreiðrað um sig á svo smekklegan hátt að útkoman líkist listaverki. Það er unun að horfa á myndirnar og skoða hvernig hlutum er raðað upp og svo eru sniðugar lausnir í hverju horni. Meira »