Whitney Houston látin

Söngkonan Whitney Houston er látin aðeins 48 ára að aldri. Hún fannst klukkan fjögur í gær á fjórðu hæð á hóteli í Beverly Hills. Reynt var að lífga hana við án árangurs. Dánarorsök er enn óljós en síðustu ár átti hún við vímuefnavanda að stríða. Vinir, fjölskylda og samstarfsfélagar báru kennsl á líkið.

Söngkonan sló í gegn árið 1980 og fram til 1990 átti hún hvert lagið á fætur öðru á vinsældalistum. Hún var einn af tekjuhæstu listamönnum tíunda áratugarins og varð fyrirmynd annarra söngkvenna eins og Christinu Aguilera og Mariuh Carey.

Hún var þó ekki bara söngkona því hún lék á móti Kevin Costner í myndinni The Bodyguard auk þess að fara með hlutverk í myndinni Waiting to Exhale.

Þótt hún nyti mikillar velgengni var líf hennar langt frá því að vera dans á rósum því hún þjáðist af áfengis- og eiturlyfjafíkn. Síðustu mánuðir voru erfiðir í lífi söngkonunnar. Á dögunum kom fram að hún væri búin að búin með peningana sína og lifði á vinum og ættingjum.

Whitney Houston.
Whitney Houston. ETHAN MILLER
Whitney Houston
Whitney Houston Evan Agostini
Whitney Houston.
Whitney Houston. LUCAS JACKSON
Whitney Houston og Bobby Brown,
Whitney Houston og Bobby Brown, GIL COHEN MAGEN
Whitney Houston.
Whitney Houston. mbl.is/Cover Media
Whitney Houston.
Whitney Houston. MOLLY RILEY
Bobby Brown og Whitney Houston árið 2002.
Bobby Brown og Whitney Houston árið 2002. AP
Whitney Houston.
Whitney Houston. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina