„Var alltaf að sjá svip sem minnti á Svein Andra“

Kristrún Ösp í kjól frá Ellu.
Kristrún Ösp í kjól frá Ellu. mbl.is/Sigurgeir

Kristrún Ösp Barkardóttir er í forsíðuviðtali Lífsins, fylgirits Fréttablaðsins, og þar ræðir hún móðurhlutverkið og óvissuna um faðernið, en tveir komu til greina. Í vikunni sagði Smartland  frá því að Sveinn Andri Sveinsson væri faðir drengsins, en þau voru par um tíma í fyrra. Í viðtalinu er hún spurð hvernig henni hafi liðið þegar hún fékk fréttirnar.

„Aðallega léttir. Nú er allt komið á hreint eftir allan þennan tíma, sem er góð tilfinning. Ég vissi ekki alveg hvorum eða hverjum ég ætti að tilkynna þetta fyrst eða hvernig maður snýr sér í svona máli, enda lendi ég ekki oft í þessu, en vissulega samgladdist ég honum, hann á fjögur börn úr fyrra sambandi og er ofboðslega góður pabbi. Baltasar á góðan föður og stórkostleg systkini,“ segir Kristrún Ösp í viðtalinu.

Aðspurð hvort hana hafi grunað að Sveinn Andri væri pabbinn segir hún svo vera. „Ég hafði tilfinningu fyrir því. Ég var alltaf að sjá svip á honum sem minnti mig á Svein Andra, hins vegar var ég ekki alveg viss en núna þegar það er komið í ljós fer það ekki á milli mála.“

Kristrún Ösp Barkardóttir.
Kristrún Ösp Barkardóttir. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina