„Var alltaf að sjá svip sem minnti á Svein Andra“

Kristrún Ösp í kjól frá Ellu.
Kristrún Ösp í kjól frá Ellu. mbl.is/Sigurgeir

Kristrún Ösp Barkardóttir er í forsíðuviðtali Lífsins, fylgirits Fréttablaðsins, og þar ræðir hún móðurhlutverkið og óvissuna um faðernið, en tveir komu til greina. Í vikunni sagði Smartland  frá því að Sveinn Andri Sveinsson væri faðir drengsins, en þau voru par um tíma í fyrra. Í viðtalinu er hún spurð hvernig henni hafi liðið þegar hún fékk fréttirnar.

„Aðallega léttir. Nú er allt komið á hreint eftir allan þennan tíma, sem er góð tilfinning. Ég vissi ekki alveg hvorum eða hverjum ég ætti að tilkynna þetta fyrst eða hvernig maður snýr sér í svona máli, enda lendi ég ekki oft í þessu, en vissulega samgladdist ég honum, hann á fjögur börn úr fyrra sambandi og er ofboðslega góður pabbi. Baltasar á góðan föður og stórkostleg systkini,“ segir Kristrún Ösp í viðtalinu.

Aðspurð hvort hana hafi grunað að Sveinn Andri væri pabbinn segir hún svo vera. „Ég hafði tilfinningu fyrir því. Ég var alltaf að sjá svip á honum sem minnti mig á Svein Andra, hins vegar var ég ekki alveg viss en núna þegar það er komið í ljós fer það ekki á milli mála.“

Kristrún Ösp Barkardóttir.
Kristrún Ösp Barkardóttir. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda