Ævintýrabrúðkaup í franskri höll

Angelina Jolie og Brad Pitt undirbúa ævintýrabrúðkaup. Parið, sem opinberaði trúlofun sína fyrir stuttu, ætlar að gifta sig í franskri höll í haust og verður ekkert til sparað svo að brúðkaupsveislan megi verða sem eftirminnilegust.

Jolie og Pitt keyptu fyrir nokkrum misserum gríðarstóra landareign í Suður-Frakklandi sem skartar auk vínekru höllinni Chateau Miraval. Höllin, sem raunar hefur mátt muna sinn fífil fegurri, stendur á tilkomumiklum stað við kyrrlátt vatn og er meðal annars búin 35 svefnherbergjum.

Leikaraparið hefur nú hafið miklar framkvæmdir á landareign sinni sem miða að því að færa höllina aftur í fyrra horf og skapa fullkomna umgjörð utan um brúðkaup þeirra, að því er fram kemur í þýska tímaritinu Der Spiegel.

Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Sun hyggjast Jolie og Pitt verja milljónum breskra punda í endurbætur á Chateau Miraval en byrja þurfti á því að leggja heitavatnsleiðslur í höllina, auk rafmagns til að leysa kertaljós af hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál