Langar í ný sólgleraugu

Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir. mbl.is

Inga Lind Karlsdóttir er vön að hafa nóg fyrir stafni og í vikunni fór fyrsti þátturinn í loftið af nýrri heimildaþáttaröð sem hún stýrir. Þáttaröðin ber heitið Stóra þjóðin og þar er farið í saumana á því vaxandi vandamáli sem offita á Íslandi er. Inga Lind gaf sér tíma frá önnum dagsins til að deila með okkur sínum óskalista.

Óskaiðjan? Að spila tennis af miklum móð.

Óskamaturinn? Nýtekið slátur.

Draumabíllinn? Viðhaldsfrír, framleiðir eigin eldsneyti og getur snúið dekkjunum í 90 gráður, svo það verði mjög auðvelt að leggja í þröng stæði. Hann þarf líka að vera með pláss fyrir handtösku, annars staðar en í farþegasætinu eða á gólfinu.

Draumaverkefnið? Að gera heimildaþætti um offitu á Íslandi sem munu hafa áhrif til hins betra. Get ekki óskað mér neins betra þessa dagana.

Hvað vantar á heimilið? Eitt stykki Mary Poppins.

Hvað langar þig sjálfa helst í? Ný sólgleraugu.

Hvað er best heima? Fólkið sem býr þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »