„Þykist þú vera einhver framkvæmdastjóri“

Baldur Oddur Baldursson þjónaði um borð þegar Wow air fór ...
Baldur Oddur Baldursson þjónaði um borð þegar Wow air fór í jómfrúarferð sína til Parísar á fimmtudaginn. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Baldur Oddur Baldursson, forstjóri Wow air, ætlar að þjóna um borð í vélum félagsins einu sinni í mánuði ásamt Skúla Mogensen. Baldur hefur góða reynslu af því að ganga í öll störf, en þegar hann var framkvæmdastjóri Domino's mætti hann reglulega og svaraði í símann, bakaði pítsur, keyrði út eða bjó til brauðstangir.

Wow air fór í jómfrúferð sína á fimmtudaginn og var stefnan tekin á París. Þar þjónuðu Baldur og Skúli í vélinni ásamt Guðmundi Arnari Guðmundssyni, markaðsstjóra fyrirtækisins. Baldur fór létt með starfið því hann starfaði sem flugþjónn fyrir 20 árum. „Við ætlum að þjóna í vélunum til þess að kynnast starfsfólkinu og vera í beinum samskiptum við viðskiptavini. Það er mjög mikilvægt að fá það beint í æð sem er að gerast í vélunum og sérstaklega til að skilja vinnuumhverfið,“ segir Baldur.

Flugliðar félagsins munu einnig sinna skrifstofustörfum einu sinni í mánuði. Baldur segir að það sé gert til þess að fólk kynnist og skilji störf hvað annars. „Þetta er gert til þess að það séu allir í sama liðinu og horfi í sömu átt.“

Baldur var framkvæmdastjóri Domino's á árunum 2005-2007 og mætti reglulega á vaktir þegar mikið lá við eins og þegar Megavika stóð yfir. „Ég fór á milli og vann í búðunum. Það var alltaf mikið að gera á Megavikum og þá voru allir framkvæmdastjórar á vakt, svöruðu í símann, bjuggu til pítsur eða sentust með þær. Eitt sinn hringdi kunningi minn og var mjög hissa þegar hann heyrði röddina í mér og spurði: „Bíddu, þykist þú bara vera einhver framkvæmdastjóri þarna og ert svo bara á símanum?““

Eins og Wow-nafnið gefur til kynna leggur fyrirtækið áherslu á að það sé gaman hjá starfsfólkinu í vinnunni. Baldur segir að það skipti máli að skemmtilegheitin byrji ofan frá. „Við getum ekki setið uppi í fílabeinsturni og sagt fólki að hafa gaman, við verðum að gera það líka. Ég held að það hafi komið berlega í ljós í fyrsta fluginu að við höfðum gaman af þessu. Yfirþjónninn í ferðinni var líka ánægður að geta skipað okkur fyrir,“ segir Baldur.

Baldur kynnir öryggisatriði um borð í vélinni.
Baldur kynnir öryggisatriði um borð í vélinni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Halldór og Baldur um borð í vélinni.
Halldór og Baldur um borð í vélinni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnurnar gefa ráð gegn bólum

16:00 Að borða lax á hverjum degi, sleppa ostborgaranum og vera bara alveg sama um bólurnar eru meðal þeirra ráða sem stjörnur á borð við Cameron Diaz, Victoria Beckham og Kendall Jenner hafa þegar kemur að bólum. Meira »

Geislaði í By Malene Birger

13:17 Það geislaði af forsetafrú Íslands, Elizu Reid, í opinberri heimsókn forsetaembættisins til Svíþjóðar. Hún klæddist glæsilegum vínrauðum kjól frá danska hönnuðinum By Malene Birger og var með hálsmen við úr Aurum. Meira »

Heimilislíf: „Ég er mottusjúk“

09:00 Harpa Pétursdóttir lögmaður kann að gera fallegt í kringum sig. Heimili hennar og fjölskyldunnar er heillandi, litríkt og fallegt. Meira »

Fimm magnaðar kviðæfingar

06:00 Leikfimidrottningin Anna Eiríks kennir okkur að gera fantaflottar og góðar æfingar sem hjálpa okkur að fá sterkan kvið.   Meira »

Mættu í eins kjólum

Í gær, 23:59 Fyrirsætan Miranda Kerr og leikkonan Chloe Bennett lentu í því sem engin stjarna vill lenda í þegar Stella McCartney kynnti haustlínu sína. Þær mættu í eins kjólum á rauða dregilinn. Meira »

Notar majónes í hárið

Í gær, 21:00 Anna María Benediktsdóttir notar óvenjulega aðferð til þess að halda hárinu sínu fallegu. Hárgreiðslukona benti Önnu Maríu á majónes-meðferðina sem svoleiðis svínvirkar. Meira »

Eliza fór að ráðum Smartlands

Í gær, 18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Davíð Oddsson 70 ára – MYNDIR

Í gær, 20:01 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

í gær Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

í gær Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

María Sigrún á von á barni

í gær María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

í gær Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

í fyrradag „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Frekjukast í flugtaki

í fyrradag Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

16.1. Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

16.1. Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Heimilistrendin 2018

í fyrradag Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

16.1. Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

16.1. Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

15.1. Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »
Meira píla