„Þykist þú vera einhver framkvæmdastjóri“

Baldur Oddur Baldursson þjónaði um borð þegar Wow air fór ...
Baldur Oddur Baldursson þjónaði um borð þegar Wow air fór í jómfrúarferð sína til Parísar á fimmtudaginn. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Baldur Oddur Baldursson, forstjóri Wow air, ætlar að þjóna um borð í vélum félagsins einu sinni í mánuði ásamt Skúla Mogensen. Baldur hefur góða reynslu af því að ganga í öll störf, en þegar hann var framkvæmdastjóri Domino's mætti hann reglulega og svaraði í símann, bakaði pítsur, keyrði út eða bjó til brauðstangir.

Wow air fór í jómfrúferð sína á fimmtudaginn og var stefnan tekin á París. Þar þjónuðu Baldur og Skúli í vélinni ásamt Guðmundi Arnari Guðmundssyni, markaðsstjóra fyrirtækisins. Baldur fór létt með starfið því hann starfaði sem flugþjónn fyrir 20 árum. „Við ætlum að þjóna í vélunum til þess að kynnast starfsfólkinu og vera í beinum samskiptum við viðskiptavini. Það er mjög mikilvægt að fá það beint í æð sem er að gerast í vélunum og sérstaklega til að skilja vinnuumhverfið,“ segir Baldur.

Flugliðar félagsins munu einnig sinna skrifstofustörfum einu sinni í mánuði. Baldur segir að það sé gert til þess að fólk kynnist og skilji störf hvað annars. „Þetta er gert til þess að það séu allir í sama liðinu og horfi í sömu átt.“

Baldur var framkvæmdastjóri Domino's á árunum 2005-2007 og mætti reglulega á vaktir þegar mikið lá við eins og þegar Megavika stóð yfir. „Ég fór á milli og vann í búðunum. Það var alltaf mikið að gera á Megavikum og þá voru allir framkvæmdastjórar á vakt, svöruðu í símann, bjuggu til pítsur eða sentust með þær. Eitt sinn hringdi kunningi minn og var mjög hissa þegar hann heyrði röddina í mér og spurði: „Bíddu, þykist þú bara vera einhver framkvæmdastjóri þarna og ert svo bara á símanum?““

Eins og Wow-nafnið gefur til kynna leggur fyrirtækið áherslu á að það sé gaman hjá starfsfólkinu í vinnunni. Baldur segir að það skipti máli að skemmtilegheitin byrji ofan frá. „Við getum ekki setið uppi í fílabeinsturni og sagt fólki að hafa gaman, við verðum að gera það líka. Ég held að það hafi komið berlega í ljós í fyrsta fluginu að við höfðum gaman af þessu. Yfirþjónninn í ferðinni var líka ánægður að geta skipað okkur fyrir,“ segir Baldur.

Baldur kynnir öryggisatriði um borð í vélinni.
Baldur kynnir öryggisatriði um borð í vélinni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Halldór og Baldur um borð í vélinni.
Halldór og Baldur um borð í vélinni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sarah Jessica Parker hannar brúðarkjóla

Í gær, 16:00 Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sendi frá sér brúðarlínu en ef einhver þekkir brúðarkjóla þá er það vinkona hennar, Carrie Bradshaw. Meira »

Ekki eyðileggja jörðina með hreinsiefnum

Í gær, 15:00 Heilsan og umhverfið haldast gjarnan hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum. Meira »

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu

Í gær, 12:00 „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“ Meira »

Annað barn á leiðinni

Í gær, 10:09 Tobba færði þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar gleðifréttir að sjálf ætti hún von á barni ásamt eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Ísland vaknar óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Meira »

Borgar sjálfri sér fyrir að æfa

Í gær, 09:00 Máney Dögg Björgvinsdóttir kom sér upp sniðugu hvatakerfi þegar hún var að koma sér af stað í ræktinni eftir barnsburð. Fyrir hverja æfingu fær hún 500 krónur og verðlaunar sig eftir 25 æfingar. Meira »

Heldur sér í formi með ballett

í gær Leikkonan Kate Mara stundar ballett allt að fimm sinnum í viku. Oftar en ekki sést eiginmaður hennar með henni í tímum.   Meira »

Íslensk kona gefur góð Tinder-ráð

í fyrradag „Já, ef þú ert kona og ert að leita þér að sambandi þá ættir þú ekki bara að vera með brjóstamyndir eða myndir í þeim dúr. Ef þú sýnir mikið hold gefur þú til kynna að þú sért lauslát og sért ekki með mikla sjálfsvirðingu. Það mætti líka lesa það út úr myndinni að þú sért til í að hoppa upp í rúm með hverjum sem er.“ Meira »

Maðurinn minn vill að ég sé með öðrum

í fyrradag „Maki minn til sjö ára vill að ég fari út og stundi kynlíf með öðrum mönnum. Hann langar líka stundum að taka þátt sjálfur. Hann virðist halda að ég vilji þetta og þetta geri mig hamingjusama“ Meira »

Sunneva hitti Jennifer Lopez

í fyrradag Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez um helgina í Las Vegas þar sem Sunneva tók þátt í viðburði með stjörnunni. Meira »

Jón Gnarr nánast óþekkjanlegur

í fyrradag Jón Gnarr er kominn með alveg nýtt útlit. Alskegg og ný gleraugu geta breytt heildarmyndinni svo um munar.   Meira »

Svona færðu kúlurass

í fyrradag „Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þess að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana,“ segir Anna Eiríks. Meira »

Ekki reyna of mikið

23.4. Þegar kemur að hártískunni er sérstaklega ein lína sem vekur mikla aðdáðun okkar á Smartlandinu um þessar mundir. Það er hið fullkomna „effortless“ glansandi franska hár sem sést víða í tímaritum um þessar mundir. Meira »

„Við lifum á tímum flótta“

22.4. Stjórnleysi er algengt í samfélaginu í dag og ef við skoðum í kringum okkur mætti fullyrða að öll okkar hafi tilhneigingu til að gera of mikið af einhverju. Sumir vinna of mikið, aðrir borða yfir tilfinningar, sumir missa sig í búðum og aðrir í símanum sínum. Amber Valletta hefur stigið fram og viðurkennt sinn vanmátt. Meira »

Maðurinn minn er að setja okkur á hausinn

22.4. „Ég er í vanda stödd. Ég er í sambandi við mann sem ég elska mjög mikið en hann virðist vera alveg týndur. Það er aldrei neitt nógu gott fyrir hann og hann fær dellur sem mér finnst bara vera rugl. Þessar dellur hans eru líka yfirleitt ekki ókeypis og nú er svo komið að hann er að setja okkur á hausinn með enn einu ruglinu.“ Meira »

Enginn á að vera farþegi í eigin brúðkaupi

22.4. Ásgeir Páll, óperusöngvari og útvarpsmaður á K100, er um þessar mundir að undirbúa brúðkaup sitt með tilvonandi eiginkonu sinni, Elínu Hrund Garðarsdóttur. Hann segir að enginn ætti að gifta sig sem finnur til óþæginda vegna brúðkaups og hvetur karlmenn til að taka þátt í undirbúningi. Meira »

Af hverju felur þú hjartað þitt?

22.4. Þegar kemur að samböndum er oft og tíðum sagt: Segðu mér hvernig þú varst alinn upp og þá get ég sagt þér í hvernig sambandi þú ert. Meira »

Er þetta í alvörunni samþykkt?

22.4. Melissa McCarthy er uppáhald okkar allra. Hún er með eindæmum sterk. Segir að tilgangur hennar í lífinu sé að koma fólki til að hlæja, en ekki líta út eins og 18 ára vændiskona eða amma einhvers í brúðkaupi. Hún fagnar fjölbreytileikanum og eyðir ekki tíma í óhamingjusama fýlupúka. Meira »

Viltu klæða þig eins og ballerína?

22.4. Ef þú vilt klæða þig dagsdaglega í anda ballerínu þá eru atriði sem þú þarft að hafa í huga sem skipta máli.  Meira »

Er að skilja og óttast einmanaleikann

22.4. „Við erum ágætlega stödd þannig séð þannig að ég sé ekki fram á að hafa miklar fjárhagsáhyggjur en ég óttast það mjög að vera ein og bera ábyrgð á öllu. Því þótt makinn hafi oft og tíðum verið ómögulegur þá var hann samt með mér í liði og við vorum saman í þessu,“ segir íslensk kona. Meira »

„Ég gæti þetta aldrei!“

21.4. Er fyrirgefning ekki fyrir þig? Prófaðu að sitja með gremju í fangingu. Það er erfitt. Marianne Williamson og Oprah Winfrey ræða málin í SuperSoul. Meira »
Meira píla