„Þykist þú vera einhver framkvæmdastjóri“

Baldur Oddur Baldursson þjónaði um borð þegar Wow air fór …
Baldur Oddur Baldursson þjónaði um borð þegar Wow air fór í jómfrúarferð sína til Parísar á fimmtudaginn. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Baldur Oddur Baldursson, forstjóri Wow air, ætlar að þjóna um borð í vélum félagsins einu sinni í mánuði ásamt Skúla Mogensen. Baldur hefur góða reynslu af því að ganga í öll störf, en þegar hann var framkvæmdastjóri Domino's mætti hann reglulega og svaraði í símann, bakaði pítsur, keyrði út eða bjó til brauðstangir.

Wow air fór í jómfrúferð sína á fimmtudaginn og var stefnan tekin á París. Þar þjónuðu Baldur og Skúli í vélinni ásamt Guðmundi Arnari Guðmundssyni, markaðsstjóra fyrirtækisins. Baldur fór létt með starfið því hann starfaði sem flugþjónn fyrir 20 árum. „Við ætlum að þjóna í vélunum til þess að kynnast starfsfólkinu og vera í beinum samskiptum við viðskiptavini. Það er mjög mikilvægt að fá það beint í æð sem er að gerast í vélunum og sérstaklega til að skilja vinnuumhverfið,“ segir Baldur.

Flugliðar félagsins munu einnig sinna skrifstofustörfum einu sinni í mánuði. Baldur segir að það sé gert til þess að fólk kynnist og skilji störf hvað annars. „Þetta er gert til þess að það séu allir í sama liðinu og horfi í sömu átt.“

Baldur var framkvæmdastjóri Domino's á árunum 2005-2007 og mætti reglulega á vaktir þegar mikið lá við eins og þegar Megavika stóð yfir. „Ég fór á milli og vann í búðunum. Það var alltaf mikið að gera á Megavikum og þá voru allir framkvæmdastjórar á vakt, svöruðu í símann, bjuggu til pítsur eða sentust með þær. Eitt sinn hringdi kunningi minn og var mjög hissa þegar hann heyrði röddina í mér og spurði: „Bíddu, þykist þú bara vera einhver framkvæmdastjóri þarna og ert svo bara á símanum?““

Eins og Wow-nafnið gefur til kynna leggur fyrirtækið áherslu á að það sé gaman hjá starfsfólkinu í vinnunni. Baldur segir að það skipti máli að skemmtilegheitin byrji ofan frá. „Við getum ekki setið uppi í fílabeinsturni og sagt fólki að hafa gaman, við verðum að gera það líka. Ég held að það hafi komið berlega í ljós í fyrsta fluginu að við höfðum gaman af þessu. Yfirþjónninn í ferðinni var líka ánægður að geta skipað okkur fyrir,“ segir Baldur.

Baldur kynnir öryggisatriði um borð í vélinni.
Baldur kynnir öryggisatriði um borð í vélinni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Halldór og Baldur um borð í vélinni.
Halldór og Baldur um borð í vélinni. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál