Dreymir um eigin vita

Þorkell Máni Pétursson.
Þorkell Máni Pétursson. mbl.is/Steinn Vignir

Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson stýrir hinum hressa síðdegisþætti Harmageddon á X-inu 977, ásamt Frosta Logasyni.

Óskaiðjan? Draumurinn verður alltaf að starfa sem vitavörður. Einhverstaðar þar sem ekkert er að gera og ég get bara lesið bækur og verið einn með hugsunum mínum.

Óskamaturinn? Víetnamskur matur er langbesti matur í heimi. Samt alveg einstaklega misjafn – fer eftir veitingastað.

Draumabíllinn? Alfa Romeo eru svölustu bílar í heimi. Enginn eins. Því miður er oft mikið vesen að eiga svoleiðis bíla á Íslandi, finnst mér. Ég átti einu sinni svoleiðis bíl. Kaupi mér annan þegar ég verð orðinn vitavörður.

Draumaverkefnið? Safna saman upplýsingum og sögu um helstu vita á Íslandi. Með veglegum styrk frá Ríkinu væri það hægt.

Hvað vantar á heimilið? Öflugan ljósabúnað sem getur vanið mig birtunni sem fylgir því að vinna sem vitavörður.

Hvað langar þig sjálfan helst í? Minn eigin vita sem ég get útbúið sem hús. Það verður alltaf langtímamarkmiðið. Annars vantar mig myndir af drengjunum mínum frá draumalidid.is; splæsi í þær fljótlega.

Hvað er best heima? 100 ára gamli bókaskápurinn hans afa míns. Hann hefur svo margt skemmtilegt að geyma og græjurnar mínar. Annað í íbúðinni eru bara gerviþarfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál