Ekki mjög áhugasamur um viðhald

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson. mbl.is/Styrmir Kári

Helgi Björnsson kann þá list að skrúfa frá sjarmanum og á örugglega eftir að skapa eftirminnilega kvöldstund í Hörpu á sunnudag, þjóðhátíðardaginn. Þá heldur hann tónleika þar sem fluttar verða íslenskar dægurperlur.

Helgi hélt samskonar tónleika fyrir ári, og þóttu heppnast sérlega vel.

Í þetta skiptið fær hann til liðs við sig Valdimar Guðmundsson, Ragnhildi Gísladóttur, Sigríði Thorlacíus, Eivöru Pálsdóttur, Jón Jónsson, KK og John Grant svo aðeins séu nefndir nokkrir af þeim fínu listamönnum sem koma fram.

Finnur heyrði í Helga og kom í ljós að hann á sér ýmsa leynda drauma og þrár.

1. Ég er góður í að elda pastaréttinn minn strozzapreti al burro e salvia sem þýðir kyrktur prestur í salvíu smjöri.

2 .Ég hef tekið ástfóstri við Berlín og Barcelona nema hvað...

3. Ég hef mikið dálæti á Tom Waits. Hann er frábær tónlistarmaður og einnig góður leikari.

4. Ég er flinkur bak við stýrið. Það er stöðugt verið að hringja í mig frá ökuskólanum vegna ökuleikni minnar.

5. Þegar ég var 13 ára gerði ég jafntefli við skáksnillinginn Smyslov.

6. Aldrei læt ég hákarl inn fyrir mínar varir.

7. Ég var ylfingur þegar ég var lítill og fannst frábært að vera í skátunum.

8. Ég verð að kaupa mér 2-3 tímarit áður en ég stíg upp í flugvél, annars get ég ekki farið af stað.

9. Helsta fóbían er að ég á mjög erfitt með marglyttur í heitum sjó. Þær geta brennt illilega og ég þoli ekki að vera í sjónum ef ég fæ veður af þeim.

10. Þegar ég var 10 ára ákvað ég að verða poppstjarna eða atvinnumaður í knattspyrnu, þannig að nú einbeiti ég mér að því seinna.

11. Ég elska tómata og alltaf þegar ég fer út í búð þá kaupi ég tómata, alveg sama hvað mikið er til af þeim heima.

12. Ef ég heyri ekki reglulega plötuna Exile on Main Street með The Rolling Stones, þá fæ ég fráhvarfseinkenni.

13. Ég er ekkert mjög áhugasamur um viðhald og viðgerðir.

14. Ég hrífst af jákvæðu og skemmtilegu fólki en þoli ekki hroka og tillitsleysi í fari fólks.

15. Ég fjárfesti í jákvæðu og alúðlegu viðmóti gagnvart þeim sem ég mæti á lífsleiðinni.

Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson. mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál