Dóttir Cruise komin til landins

Isabella Cruise er mætt til landsins.
Isabella Cruise er mætt til landsins. mbl.is/Cover Media

Isabella Cruise, dóttir stórleikarans Tom Cruise og Nicole Kidman, er komin til landsins og ætlar að eyða afmælisdeginum með föður sínum sem er 50 ára í dag. Hún kom til landsins á laugardaginn með einkaþotu föður síns. Með Isabellu í för voru nokkrir vinir hennar og sást til unglingahópsins á Hilton Nordica hótelinu.

Það er því ljóst að Isabella og Connor, bróðir hennar, ætla að eyða afmælisdeginum með föður sínum en Connor kom til landsins fyrir rúmlega viku. Cruise er með forræði yfir Isabellu og Connor en hann náði því af fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole Kidman, þegar þau skildu 2001. Kidman og Cruise kynntust við tökur á myndinni Days of Thunder árið 1989 og giftu sig á jóladag 1990 í Colorado. Saman ættleiddu þau Isabellu og Connor sem eru fædd 1992 og 1995.

Eins og fram hefur komið hefur Cruise ráðið sama skilnaðarlögfræðing með það fyrir augum að fá einnig forræði yfir sex ára dóttur sinni og Katie Holmes, Suri.

Tom Cruise og Kate Holmes í Reykjavík.
Tom Cruise og Kate Holmes í Reykjavík. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál