Aulabrandarar og smitandi hlátur

Kristján Halldórsson.
Kristján Halldórsson. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Það eru engar ýkjur að segja að Kristjáni Halldórssyni er margt til lista lagt. Á daginn stýrir hann verslun Máls og menningar af stakri fimi, en utan vinnutíma bregður hann sér í hlutverk bæði útvarpsmanns og músíkants í bandinu Prinspóló. Hljómsveitin verður meðal þeirra sem troða upp á hátíðinni Rauðasandur Festival á föstudag.

Miðvikudagur: Mætti hress í Mál og menningu þar sem mikill hugur var í samstarfsfólki mínu þar sem við höfum undirbúið opnun nýs gallerís í bókabúðinni.

Fimmtudagur: Í dag opnum við galleríið og höfum fengið Hugleik Dagsson til að vígja það. Hugleikur kom og stýrði uppsetningunni af mikilli natni, fagmaður á ferð.

Föstudagur: Í dag ætlum við að bruna vestur á æskuslóðir að hitta gamla skólafélaga og ég að skemmta mér með Hnífsdælingum. Fyrst er að fara í vinnuna og tryggja að allt sé í góðum málum. Þar sem ég bý vel að samstarfsfólki þá læddist ég fyrr úr vinnunni um miðbik dags til að leggja af stað keyrandi til Ísafjarðar með Bryndísi og börnunum Stefáni og Fríðu.

Laugardagur: Byrjaði daginn í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Svokölluð bæjarhátíð var haldin og hamingjan á gömlum sem og nýjum Hnífsdælingum skein úr hverju andliti. Eftir hádegi hitti ég svo gömlu skólafélagana á Ísafirði og við lékum okkur saman. Næst þaut ég út í Hnífsdal með æskuvini mínum, honum Braga Valdimar, þar sem okkur var boðið í grill til systra minna.

Sunnudagur: Nú á að leggja af stað suður til Reykjavíkur eftir helgina, fjölskyldan mín verður eftir á Ísafirði þar sem þau eru komin í frí og ég fæ far með Bjarnveigu skólasystur eins og fjórir af mínum bestu félögum. Það var furðu skemmtileg bílferð þrátt fyrir að helgin hafi tekið sinn toll, sex tímar af skemmtilegum aulabröndurum og bráðsmitandi hlátri Bjarnveigar. Ég var ekki lengi að sofna þetta kvöld.

Mánudagur: Ég byrjaði daginn með Jóni Ólafs þar sem við fórum í upptökur á 10. þætti Albúmsins. Í dag tökum við fyrir hljómsveitina R.E.M. Sú hljómsveit hætti í nóvember á síðasta ári eftir 31 árs spilamennsku. Sumir kváðu, aðrir fögnuðu.

Þriðjudagur: Um morguninn fór ég á fund með Jakobi Frímanni og nokkrum kaupmönnum í Miðbænum okkar. Gott hljóð í fólki og mikill samhugur.

Kristján Halldórsson.
Kristján Halldórsson. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál