Emma Watson borðaði á Ban Thai

Emma Watson borðaði á Banthai í gærkvöldi ásamt vinum sínum.
Emma Watson borðaði á Banthai í gærkvöldi ásamt vinum sínum. mbl.is/Samsett mynd

Leikkonan Emma Watson, sem stödd er hérlendis um þessar mundir við tökur á myndinni Noah, gerði vel við sig á veitingastaðnum Ban Thai við Laugaveg í gærkvöldi. Ungfrú Watson var í fylgd fjögurra vina, tveggja kvenna og tveggja karla, og nutu þau sín vel á staðnum.

Þau borðuðu meðal annars taílenskar rækjur og tofu í karrí. Emma sagði í viðtali við Stylelist í fyrra að mexíkóskur matur væri í mestu uppáhaldi hjá sér og hún borðaði alltaf á La Esquina þegar hún væri stödd í New York. Það er spurning hvort taílenskur matur komist á vinsældalistann hjá henni og hvort hún eigi eftir að segja í viðtölum að hún borði alltaf á Ban Thai þegar hún er á Íslandi.

Leikkonan kom þó ekki óvænt inn á staðinn því vinir hennar tveir, sem voru með henni í gærkvöldi, voru búnir að koma á staðinn nokkrum dögum áður til að prufukeyra hann. Það ber ekki mikið á Ban Thai að utan en hann stendur fyrir ofan Hlemm. Staðurinn á þó marga dygga aðdáendur því maturinn á staðnum er sérstaklega ljúffengur og á frábæru verði. Staðurinn fær góða tóma á Tripadvisor.com.

Emma Watson.
Emma Watson. mbl.is/Cover Media
Emma Watson.
Emma Watson. Ljósmynd/AFP
Emma Watson við nám í Oxford.
Emma Watson við nám í Oxford. mbl.is/EmmaWatson
Rupert Grint og Emma Watson.
Rupert Grint og Emma Watson. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál