Hvað er að frétta, Teitur?

Teitur Björn Einarsson.
Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson lögfræðingur ólst upp á Flateyri og gegnir formennsku í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins. Hann ætlar sér stóra hluti í þingkosningunum og hefur gefið kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Teitur á ekki langt að sækja stjórnmálagenin því faðir hans var Einar Oddur Kristjánsson heitinn alþingismaður. 

Halló, hvað er að frétta ?

„Já, halló. Það er margt sniðugt og skemmtilegt að frétta. Haustið er komið, kann vel að meta það.“

Hvar áttu heima? 

„Í Reykjavík, á Birkimel. Bjó á yngri árum á Flateyri en frá því ég var í MR og HÍ fyrir einhverjum árum hef ég haldið mig fyrst og fremst í Vesturbænum. Þar liggja líka sterkar fjölskyldurætur þar sem mamma ólst upp á Grenimel. Ég man þegar ég var lítill púki og við heimsóttum ömmu í höfuðborginni að Melarnir voru Reykjavík. Annað var ókannað landsvæði.“

Hvað ertu búinn að vera að gera í vikunni?
„Fór til tannlæknis og stóð mig vel. En svo hef ég aðallega verið með góðu fólki að undirbúa prófkjör mitt í Reykjavík; skrifa greinar, fara í viðtöl, tala á fundum og hitta sjálfstæðismenn. Best var stórfjölskyldumatarboðið hjá Jóhönnu föðursystur minni á mánudaginn. Lasagna með vestfirsku ívafi gefur manni orku út vikuna.“

Hvað ætlarðu að gera á morgun? 

„Byrja á því að mæta í vinnuna og sjá svo hvert dagurinn leiðir mig.“ 

Eigum við að skila einhverju til vina og vandamanna?

„Endilega. Fyrir það fyrsta þá bið ég kærlega að heilsa og vona að allt vesenið á mér  næstu vikur fram að 24. nóvember mæti skilningi og alúð. Við Einar Arnalds vin minn og frænda á Flateyri vil ég sérstaklega segja að ég hlakka til að mæta í 8 ára afmælið hans í desember.“ 

ps.? 

Október er rúmlega hálfnaður. Ég mun bráðum vera búinn að kynna mér Meistaramánuð nógu vel til að íhuga þátttöku.“

Teitur Björn Einarsson.
Teitur Björn Einarsson.
mbl.is
Loka