Rósa Björg og Kristján eignuðust stúlku

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Varaþingmaður Vinstri grænna, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Kristján Guy Burgess, eignuðust dóttur í gær. 

„Kæru vinir, í gær gerðust þau undursamlegu tíðindi að við Rosa Bjork eignuðumst heilbrigða og gullfallega dóttur. Fæðingin gekk ótrúlega vel og allir eru ákaflega hressir. Hér kúra þær saman áður en við fórum heim í gærkvöldi. Lífið er gott,“ sagði Kristján á Facebook-síðu sinni. 

Stúlkubarnið er annað barn þeirra en þau eignuðust son í fyrra. 

Smartland óskar þeim til hamingju með stúlkuna. 

mbl.is