„Ég vil bara vinna fyrir Playboy“

Arna Bára Karlsdóttir.
Arna Bára Karlsdóttir. Ljósmynd/Ólafur Harðarson

„Þetta er búinn að vera draumur síðan ég var lítil stelpa, en ég var búin að teikna fyrirtækið upp þegar ég var 11 ára,“ segir Arna Bára Karlsdóttir hárgreiðslukona og Playboy fyrirsæta en í dag opnar hún sína eigin hárgreiðslustofu, Fönix í Smáralind. Áður starfaði Arna Bára á Wink, Supernova og Basic. Til að byrja með verða þær tvær á stofunni en Arna Bára segir að það komi alveg til greina að fjölga stólum.

Aðspurð að því hvort hún sé búin að gefa Playboy upp á bátinn fyrst hún er búin að stofna fyrirtæki hérlendis segir hún svo ekki vera.

„Ég er alltaf til í að sitja fyrir hjá Playboy og ég get alltaf skotist út í eina og eina myndatöku þótt ég sé búin að stofna hárgreiðslustofu. Þetta snýst um að vera með gott fólk í kringum sig,“ segir hún.

Þegar Arna Bára er spurð út í fyrirsætustörf segist hún eiginlega ekki nenna að vinna fyrir neinn nema Playboy og þegar hún er spurð nánar út í það segir hún farir sínar ekki sléttar.

„Fyrir tveimur mánuðum ætlaði ég að fara út í verkefni sem átti að fara fram í sjö  stórborgum. Ég var komin með „first class“ flugmiða og allt þegar ég komst að því að umboðsmaðurinn var búinn að setja okkur saman í herbergi með einu hjónarúmi. Ég var ekki að fíla það enda vildi ég taka kærastann minn með og þá varð umboðsmaðurinn brjálaður,“ segir Arna Bára og segir að það séu að renna á hana tvær grímur varðandi fyrirsætubransann í útlöndum.

„Ég er ekki hóra og tek ekki þátt í þessu. Það er aldrei neitt svona hjá Playboy – þar er allt eftir bókinni. Mér finnst glamúrinn algerlega vera að fara af þessu og þess vegna vil ég bara vinna fyrir Playboy.“

Arna Bára Karlsdóttir.
Arna Bára Karlsdóttir. Ljósmynd/Arnold Björnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál