Stjörnubrúðkaup ársins 2013

Jakob Frímann Magnússon gekk að eiga unnustu sína, Birnu Rún …
Jakob Frímann Magnússon gekk að eiga unnustu sína, Birnu Rún Gísladóttur í gær í Hörpu. Hér eru þau ásamt dætrum sínum, Jarúnu Júlíu og Katrínu Borg.

Jakob Frímann Magnússon gekk að eiga unnustu sína, Birnu Rún Gísladóttur viðskiptafræðing, í Hörpu þann 4. máí. Nánustu fjölskyldu og vinum var boðið til mikillar veislu í tónlistarhúsinu og var gleðin við völd. Brúðkaupið fór fram á afmælisdegi þeirra beggja, en hann varð sextugur og hún fertug þennan fallega vordag.

Birna Rún klæddist skósíðum gullkjól í tilefni dagsins frá íslenska tískuhúsinu ELLU og var í gullskóm við en Jakob Frímann var í vínrauðum jakkafötum.

Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona í Los Angeles gekk að eiga Luca Ellis, unnusta sinn, í Árbæjarsafnskirkju 8. febrúar. Hún geislaði í hvítum kjól og var með hárið uppsett eins og er svo mikið í tísku núna. Kjóllinn minnti á sjötta áratuginn, var blúnduskreyttur að ofan og með víðu pilsi. Við kjólinn var hún í hvítum skóm sem eru bundnir við ökklann.

Móðir brúðarinnar, Svanhildur Jakobsdóttir, mætti í hvítum jakkafötum og skartaði svartri Gucci-tösku í tilefni dagsins.

Svala Björgvinsdóttir og Einar Egilsson gengu í hjónaband 27. júlí við hátíðlega athöfn í Landakotskirkju. Samband Svölu og Einars er hálfgert „vintage-samband“ því þau eru búin að vera par síðan 1994 eða í tæp 20 ár. Var Svala venju samkvæmt klædd í hvítan kjól og brúðarslör en Einar skartaði myndarlegri þverslaufu og hvítu blómi í hnappagatið.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, afrekskona í sundi, gekk að eiga unnusta sinn, Atla Bjarnason, 15. júní í Dómkirkjunni. Séra Hjálmar Jónsson gaf Ragnheiði og Atla saman en á eftir var veisla á heimili foreldra hennar. „Síðan var partí fram hjá rauða nótt hjá foreldrum Atla,“ segir Ragnheiður sem er alsæl með ráðahaginn.

Ragnheiður geislaði á brúðkaupsdaginn og skartaði hún fallegum hvítum brúðarkjól sem hún pantaði á netinu.

„Dagurinn var yndislegur og við erum ótrúlega ánægð og þakklát. Fjölskyldan og vinirnir gerðu daginn ógleymanlegan.“

Anna Mjöll Ólafsdóttir og Luca Ellis gengu í hjónaband í …
Anna Mjöll Ólafsdóttir og Luca Ellis gengu í hjónaband í Árbæjarkirkju þann 8. febrúar. Ljósmynd/PressPhotos
Ragnheiður Ragnarsdóttir geislaði á brúðkaupsdaginn.
Ragnheiður Ragnarsdóttir geislaði á brúðkaupsdaginn.
mbl.is