Magnús Scheving kominn á fast

Magnús Scheving er bæði frumkvöðull og íþróttaálfur.
Magnús Scheving er bæði frumkvöðull og íþróttaálfur. mbl.is/Ozzo

Íþróttaálfurinn Magnús Scheving er kominn með kærustu ef marka má nýjasta hefti Séð og Heyrt. Sú heppna heitir Hrefna Björk Sverrisdóttir og er fyrrverandi starfsmaður Latabæjar. 

Hrefna hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hún stofnaði til dæmis Monitor áður en Árvakur festi kaup á tímaritinu og opnaði Ævintýragarðinn árið 2011. Í haust stofnaði hún fatahönnunarfyrirtækið YZ Creation ásamt Ýr Þrastardóttur og Hörpu Einarsdóttur. 

Hrefna Björk Sverrisdóttir þegar Ævintýragarðurinn opnaði 2011.
Hrefna Björk Sverrisdóttir þegar Ævintýragarðurinn opnaði 2011. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina