Keyptu sér hús við Thames á milljarð

Clooney-hjónin virðast eiga sand af seðlum.
Clooney-hjónin virðast eiga sand af seðlum. AFP

George Clooney og eiginkona hans, Amal Alamuddin Clooney, hafa nú fjárfest í glæsilegu húsi við Thames-ána í London. Hjónin greiddu rúman milljarð fyrir eignina.

Í húsinu, sem þykir vægast sagt glæsilegt, eru meðal annars tíu svefnherbergi, átta baðherbergi, eldstæði og stór borðstofa sem tekur allt að tuttugu matargesti.

Nánari upplýsingar og myndir má nálgast á heimasíðu The Wall Street Journal.

Skjáskot af heimasíðu The Wall Street Journal. Clooney-hjónin splæstu í …
Skjáskot af heimasíðu The Wall Street Journal. Clooney-hjónin splæstu í þetta fallega hús. Ljósmynd/online.wsj.com
Svefnherbergið er glæsilegt
Svefnherbergið er glæsilegt Ljósmynd/online.wsj.com
mbl.is