Halla Vilhjálms gifti sig í Kólumbíu

Halla Vilhjálmsdóttir og Harry Koppel.
Halla Vilhjálmsdóttir og Harry Koppel.

Leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga unnusta sinn, Harry Koppel, sem er kólumbískur bankamaður. Athöfnin fór fram í Kólumbíu á laugardaginn og var mikið um dýrðir. Í samtali við Sunnudagsmoggann í júlí 2013 sagði Halla eftirfarandi:

„Þetta kom svolítið á óvart þannig að það er bara ennþá verið að ræða þetta allt saman en jú, maður er kominn með hring,“ segir fyrirsætan, leik- og söngkonan Halla Vilhjálmsdóttir sem trúlofaðist á dögunum unnusta sínum, Harry Koppel.

„Næst á dagskrá er að finna dagsetningu en það veltur svolítið á því hvar við veljum að gifta okkur,“ bætir Halla við. „Harry er frá Kólumbíu en alinn upp að miklu leyti í Bretlandi og við búum í London þannig að það þarf að huga að ýmsu.“ Til að bæta enn frekar við fjölþjóðleika trúlofunarinnar bar Harry bónorðið upp í Tyrklandi. „Það var í Istanbúl við Bosporussund, sem sagt á milli Evrópu og Asíu, sem sagt mjög rómantískt allt saman,“ segir Halla.

Trúlofunin hefur án efa verið mikið gleðiefni fyrir foreldra og tengdaforeldra Höllu en í viðtali sem birtist við hana í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í upphafi árs nefndi Halla að þau næðu öll sérlega vel saman.

Halla Vilhjálmsdóttir leikkona.
Halla Vilhjálmsdóttir leikkona. Morgunblaðið/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál