Árni Páll með armband

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar með armbandið Fokk ofbeldi.
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar með armbandið Fokk ofbeldi. Ljósmynd/Skjáskot af RÚV

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sást með armband í þingsalnum í gær. Armbandið er ekki hefðbundið herraarmband heldur tilheyrir það herferð UN Women en nýjasta herferð þeirra kallast Fokk ofbeldi og á að vekja fólk til vitundar um útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag sem er kynbundið ofbeldi.

„Átak UN Women er mikilvægt og sjálfsagt að styðja við það. Kynbundið ofbeldi er hluti af daglegum veruleika kvenna um allan heim jafnt í Ryadh, Ríó eða Reykjavík - hvort sem það birtist í nauðungarhjónaböndum, nauðgunum eða kynferðislegri áreitni. Allir eiga að sameinast um að segja: Fokk ofbeldi,“ segir Árni Páll.

Aðspurður að því hvort hann sé vanur að ganga með armband segir hann svo ekki vera.

Nei. Þetta er nýbreytni,“ segir hann. 

Þess má geta að fleiri konur deyja eða tapa heilsu árlega vegna ofbeldis, en vegna krabbameins, umferðaslysa, malaríu og alnæmis ár hvert. „UN Women vinnur ötullega að því að breyta þessu. Byltingin er hafin. Látum þetta verða árið þar sem breytingar eiga sér stað. Árið sem konur eru frjálsar og lifa án ótta við ofbeldi. UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu að auknu kynjajafnrétti. Starf UN Women er eingöngu byggt á frjálsum fjárframlögum aðildarríkja SÞ, einkaaðilum og frá frjálsum félagasamtökum og því skiptir hver króna máli,“ segir á vef UN Women í tengslum við átakið,“ segir á vef UN Women.

Svona lítur Fokk ofbeldi armbandið út.
Svona lítur Fokk ofbeldi armbandið út.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál