„Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín“

Nína Dögg Filippusdóttir prýðir forsíðu MAN.
Nína Dögg Filippusdóttir prýðir forsíðu MAN.

Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir prýðir forsíðu MAN sem kemur út á morgun. Í einlægu viðtali segir hún meðal annars frá stærsta áfalli lífs síns, þegar hún missti stjúpbróður sinn, tónlistarmanninn Sigurjón Brink sviplega af völdum heilablóðfalls árið 2011 en hann var aðeins 36 ára gamall þegar hann lést.

„Við vorum mjög náin. Andlát hans er stærsta áfall sem orðið hefur í mínu lífi. Þetta gerðist svo snöggt. Það var enginn aðdragandi. Allt lífið breyttist,“ segir Nína Dögg.

„Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín. Það var mjög erfitt að horfa á foreldra hans og eiginkonu ganga í gegnum þetta. Sömuleiðis var það mjörg erfitt fyrir okkur öll,“ segir Nína Dögg í viðtalinu í MAN.

mbl.is