„Hún er ansi hrottaleg á köflum og það á kannski eftir að fæla frá“

Jón Atli Jónasson höfundur myndarinnar Austur sem frumsýnd verður 17. …
Jón Atli Jónasson höfundur myndarinnar Austur sem frumsýnd verður 17. apríl.

„Mig hafði lengi langað að prófa að leikstýra kvikmynd sjálfur en hafði ekki áhuga á því að gera hefðbundna mynd. Mig langaði að gera ódýra mynd með litlum hópi þar sem strúktúrinn væri flatari. Allir hefðu meira til málanna að leggja. Það er dýrt að gera kvikmyndir og mér hefur oft fundist að á tökutímabilinu fari einhver maskína í gang sem bara keyrir. Við höfðum hins vegar þann lúxus - sökum þess að við erum með frábæra framleiðendur - og minna umfang - að doka við af og til og velta hlutunum fyrir okkur eða hreinlega breyta öllu saman. Það er erfiðara þegar um stærri verkefni er að ræða,“ segir Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Austur, sem frumsýnd verður 15. apríl.

Varstu búinn að vera hugsa um þetta lengi?

„Nei, í raun og veru ekki. Ég vinn fyrst og fremst sem handritshöfundur en hef leikstýr töluvert í leikhúsunum en oftast mjög tilraunakenndum uppfærslum. Mig langaði ekki að halda því áfram en fannst alltaf áhugavert að sjá hvort það væri möguleiki að gera mynd á þessum skala,“ segir hann.

Kvikmyndin Austur er byggð á sannsögulegum atburðum úr undirheimunum þar sem strákur gerir þau mistök að sofa hjá fyrrverandi kærustu undirheimamanns og er tekinn sem gísl á Austurlandi. Þegar Jón Atli er spurður að því hvers vegna hann hafi áhuga á undirheimunum segist hann ekki hafa neinn sérstakan áhuga á þeim. 

„Viðfangsefnið kom þaðan í þetta skiptið - ég hef engna sérstakan áhuga á undirheimunum en ég hef áhuga á fólki og undirheimarnir eru fullir af áhugaverðum sögum og fólki.“

Það ættu flestir að vita í hvaða sannsögulegu atburði þú ert að vísa í í myndinni. Hvers vegna varð þessi atburður fyrir valinu?

„Það er enginn einn atburður sem myndin er byggð á. Síðustu misserin hafa komið upp nokkur frelsissviptingarmál og eðli þeirra glæpa er innblástur myndarinnar.“

Austur var tekin upp fyrir tæpu ári í Reykjavík og á Suðurlandsundirlendinu. Aðspurður  hvernig dóma hann haldi að hann fái segist hann ekki hafa hugmynd um það.

„Ég veit það ekki. Hún er ansi hrottaleg á köflum og það á kannski eftir að fæla einhverja frá og rétt að ítreka að hún er alls ekki fyrir viðkvæma. Eins er hún talsvert frábrugðin því sem við getum kallað hefðbundna, íslenska bíómynd. En það var alltaf hugmyndin að reyna að gera eitthvað nýtt og stundum óttast fólk það sem er nýtt og framandi - gleymir því að vera forvitið. En auðvtiað vonar maður það besta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál