Þorgrímur Þráinsson safnar peningum

Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Fyrir mörgum árum langaði mig að handskrifa eitt eintak af bók sem ég hafði skrifað og safna peningum fyrir góðum málstað en mér fannst ég aldrei hafa réttu söguna til þess. Þegar ég skrifaði krakkabókina Ég elska máva, sem kom út núna í nóvember, rifjaðist þetta upp fyrir mér og þar sem hluti sögunnar gerist á Barnaspítala Hringsins lét ég verð að þessu núna,“ segir Þorgrímur Þráinsson.

Í september og október handskrifaði Þorgrímur eitt eintak af krakkabókinni ÉG ELSKA MÁVA til stuðnings Barnaspítala Hringsins.

„Til að auka verðgildi bókarinnar hafði ég samband við fjölmarga listamenn sem vildu leggja málefninu lið með því að myndskreyta bókina, sem má því kalla „bókverk“. Einn heppinn einstaklingur hlýtur síðan bókverkið og eina frummynd eftir ERRÓ fylgir með í ramma. Það er því til mikils að vinna,“ segir Þorgrímur.

Auk Erró lögðu eftirtaldir listamenn „bókverkinu“ lið og gáfu allir vinnu sína: Tolli, Kristín Gunnlaugsdóttir, Helgi Þorgils, Pétur Gautur, Lína Rut, Hugleikur Dagsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Þorgrímur Kári Schram, Bryndís Kristín Þráinsdóttir, tveir 7 ára nemendur Ísaksskóla; Sóllilja Andrá Indriðadóttir og Bjarni Einarsson. Svo er ein opna helguð landsliðinu í knattspyrnu karla, en þeir sýndu stuðning sinn í verk með eiginhandaráritun á einni opnu.

Til að styðja við bakið á Barnaspítala Hringsins og samhliða því eiga möguleika að eignast verk eftir Erró og eina handskrifaða eintak bókarinnar, ásamt 15 ómetanlegum listaverkum eftir nokkra myndlistarmenn þarf aðeins að leggja 1.500 krónur inn á bankareikning spítalans: 513-26-22241. Kennitala: 640394-4479. Og síðan senda kvittun fyrir greiðslu á eftirfarandi netfang: egelskamava@gmail.com.

Í lok janúar 2016 verður síðan EITT nafn dregið út og sá heppni hlýtur bókverkið og frummyndina eftir Errró, innrammaða.

Svona lítur handskrifaða eintakið út.
Svona lítur handskrifaða eintakið út.
Þorgrímur Kári teiknaði þessa mynd.
Þorgrímur Kári teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadóttir teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadóttir teiknaði þessa mynd.
mbl.is

Ef þú vilt eitthvað nýtt þá er bastið málið

12:00 Ef einhver er að velta fyrir sér hvað er alveg nýtt og ferskt í hausttísku heimilanna þá er hægt að fullyrða að innkoma bast-húsgagna hafi ákveðið forskot. Meira »

Breytti um hárlit en er ljósa hárið betra?

09:00 Rose Byrne er ein af þeim sem hefur breytt um hárstíl fyrir veturinn en það er ekki óalgengt að fólk breyti til þegar ný árstíð skellur á. Meira »

Allar framkvæmdir þarf að hugsa til enda

05:30 Í einu tignarlegasta húsi borgarinnar við Túngötu í Reykjavík býr fjölskylda sem leggur mikið upp úr því að halda í þá fallegu hugmyndafræði sem bjó að baki hönnun hússins í upphafi. Innanhússarkitektinn Sólveig Jónsdóttir endurhannaði eldhúsið. Meira »

Stjörnumerkin sem stunda mesta kynlífið

Í gær, 23:59 Stjörnumerkið sem stundar besta kynlífið stundar líka það mesta svo það er ekki hægt að halda því fram að magn sé ekki sama og gæði. Meira »

Ástin sigrar alltaf allt

Í gær, 21:00 Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

Í gær, 18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

Í gær, 15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

í gær Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

í gær Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

í gær „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

í gær Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

í fyrradag Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

í fyrradag Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í fyrradag Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

18.10. Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

18.10. Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

18.10. Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

17.10. Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

17.10. Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »