Þorgrímur Þráinsson safnar peningum

Þorgrímur Þráinsson.
Þorgrímur Þráinsson. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Fyrir mörgum árum langaði mig að handskrifa eitt eintak af bók sem ég hafði skrifað og safna peningum fyrir góðum málstað en mér fannst ég aldrei hafa réttu söguna til þess. Þegar ég skrifaði krakkabókina Ég elska máva, sem kom út núna í nóvember, rifjaðist þetta upp fyrir mér og þar sem hluti sögunnar gerist á Barnaspítala Hringsins lét ég verð að þessu núna,“ segir Þorgrímur Þráinsson.

Í september og október handskrifaði Þorgrímur eitt eintak af krakkabókinni ÉG ELSKA MÁVA til stuðnings Barnaspítala Hringsins.

„Til að auka verðgildi bókarinnar hafði ég samband við fjölmarga listamenn sem vildu leggja málefninu lið með því að myndskreyta bókina, sem má því kalla „bókverk“. Einn heppinn einstaklingur hlýtur síðan bókverkið og eina frummynd eftir ERRÓ fylgir með í ramma. Það er því til mikils að vinna,“ segir Þorgrímur.

Auk Erró lögðu eftirtaldir listamenn „bókverkinu“ lið og gáfu allir vinnu sína: Tolli, Kristín Gunnlaugsdóttir, Helgi Þorgils, Pétur Gautur, Lína Rut, Hugleikur Dagsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Þorgrímur Kári Schram, Bryndís Kristín Þráinsdóttir, tveir 7 ára nemendur Ísaksskóla; Sóllilja Andrá Indriðadóttir og Bjarni Einarsson. Svo er ein opna helguð landsliðinu í knattspyrnu karla, en þeir sýndu stuðning sinn í verk með eiginhandaráritun á einni opnu.

Til að styðja við bakið á Barnaspítala Hringsins og samhliða því eiga möguleika að eignast verk eftir Erró og eina handskrifaða eintak bókarinnar, ásamt 15 ómetanlegum listaverkum eftir nokkra myndlistarmenn þarf aðeins að leggja 1.500 krónur inn á bankareikning spítalans: 513-26-22241. Kennitala: 640394-4479. Og síðan senda kvittun fyrir greiðslu á eftirfarandi netfang: egelskamava@gmail.com.

Í lok janúar 2016 verður síðan EITT nafn dregið út og sá heppni hlýtur bókverkið og frummyndina eftir Errró, innrammaða.

Svona lítur handskrifaða eintakið út.
Svona lítur handskrifaða eintakið út.
Þorgrímur Kári teiknaði þessa mynd.
Þorgrímur Kári teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadóttir teiknaði þessa mynd.
Sóllilja Andrá Indriðadóttir teiknaði þessa mynd.
mbl.is

Svona lærir Meghan förðunartrixin

Í gær, 22:30 Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

Í gær, 18:00 „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

Í gær, 13:08 Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

Í gær, 09:37 „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

Í gær, 05:00 „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

í fyrradag Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

í fyrradag Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

í fyrradag „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

í fyrradag „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »