Sigmar og Júlíana trúlofuð

Sigmar Guðmundsson
Sigmar Guðmundsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson og Júlíana Einarsdóttir eru trúlofuð. Þau tilkynntu það á Facebook fyrr í kvöld en parið dvelur á Tenerife um jólin. Parið er búið að vera saman síðan 2012 en þá var hún fréttaskrifta á Stöð 2 en hann í Kastljósinu. 

17 ára aldursmunur er á parinu og vakti sambandið töluverða athygli þegar þau byrjuðu saman. Saman eiga Sigmar og Júlíana saman soninn Hrafn sem er fæddur 2013 en fyrir Sigmar tvær dætur og stjúpbörn. 

Sigmar steig fram í maí og ræddi opinskátt um alkahólisma sinn á Facebook-síðu sinni: 

Ég tel mig ekk­ert mikið frá­brugðinn öðru fólki, en vafa­lítið hafa ein­hverj­ir aðra skoðun á því. Rétt eins og flest­ir vil ég vera góður við fólkið mitt, standa mig vel í vinnu og láta gott af mér leiða. Leiða gaml­ar kon­ur yfir gang­braut og lesa bæk­ur fyr­ir veik börn á spít­öl­um. Oft tekst þetta. En ekki alltaf. Minn djöf­ull er alkó­hólismi sem hef­ur mar­kerað mitt líf frá unglings­ár­um.

Mér gekk afar illa að ráða við sjúk­dóm­inn fyr­ir 10-15 árum en í lok árs 2004 náði ég loks yf­ir­hönd­inni. Átta ára ed­rú­mennska fylgdi í kjöl­farið þar sem ég fékk trú á lífið á ný. Og fólkið mitt og vin­ir fengu trú á mér eft­ir enda­laus von­brigði árin á und­an. Lífið varð gott. En þessi geðsjúk­dóm­ur er lúmsk­asta kvik­indi sem fyr­ir­finnst og hann lúr­ir alltaf í leyni. Fyr­ir um ári féll ég eft­ir langa ed­rú­mennsku.

Svo það sé nú bara sagt hreint út þá var þetta öm­ur­legt fall. Og eins og venju­lega eru það aðstand­end­ur og vin­ir alk­ans sem líða mest fyr­ir fylle­ríið. Fjöl­skylda mín var í sár­um, vin­ir mín­ir gáttaðir og vinnu­fé­lag­arn­ir svekkt­ir því það er með mig eins og aðra alka, nán­ast von­laust að vera heiðarleg­ur í neyslu. Sjálf­ur var ég í hengl­um og flúði til Svíþjóðar í meðferð, brot­inn og beygður. Þar var gott að vera. Ég kom heim og var sann­færður um að allt yrði í lagi á ný. Og það vantaði ekk­ert uppá stuðning­inn sem ég fékk, frá öll­um í kring­um mig. Og trúið mér, ekki fannst mér ég eiga slík­an stuðning skilið eft­ir þetta rugl. En því miður var það ekki nóg. Það var erfitt að jafna sig and­lega eft­ir þetta fall og við tók erfiður tími. En svo birti til og ég fór að ná betri tök­um á ed­rú­mennsk­unni.

Ég gerði ná­kvæm­lega það sem alk­ar eiga að gera til að viðhalda bata. Og fór á gott flug. En ég slakaði því miður á og sjúk­dóm­ur­inn sló mig niður. Ég hætti að bera ábyrgð á bat­an­um mín­um og ed­rú­mennsk­unni. Og fyr­ir tveim­ur vik­um féll ég aft­ur. Vegna eig­in kæru­leys­is og van­mats á þess­um öm­ur­lega sjúk­dómi. Ég hef aldrei á æv­inni verið jafn svekkt­ur útí sjálf­an mig. Von­leysið og niður­brotið var al­gert. Og fjöl­skyld­an mín leið að sjálf­sögðu fyr­ir fallið, meira en ég sjálf­ur. Svona lagað spyrst út. Og eðli­legt að fólk velti því fyr­ir sér hvort ég sé lost keis. Ég féll. Og þegar maður fell­ur þá stend­ur maður upp og held­ur áfram.

Ég er svo hepp­in að eiga dá­sam­lega vini sem hjálpa mér á fæt­ur. For­eldra og börn sem veita stuðning. Ómet­an­legt. En það lán mitt að eiga Júlí­önu Ein­ars­dótt­ur að í þess­um hremm­ing­um bjargaði senni­lega lífi mínu. Ef það er ein­hver sem hef­ur stutt mig, stappað í mig stál­inu, verið til staðar og talað í mig kjark, þá er það hún. Jafn­vel þótt hún hafi þurft að þola mikið vegna míns alkó­hól­isma. Hún minn­ir mig á að ég er ekki vond­ur maður þótt ég komi ekki vel fram við fólkið mitt í neyslu.

Við mér blas­ir nú að vinna til baka traust henn­ar, barn­anna minna, for­eldra, vina og vinnu­fé­laga. Það skal tak­ast. Merki­legt nokk þá hefst sú ganga í nátt­föt­um og slopp við Grafar­vog­inn. Þangað ætla ég á morg­un. Ég ætla aldrei að gef­ast upp fyr­ir þess­um ógeðis­sjúk­dómi.

Sigmar á leið í meðferð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Umdeildustu kjólarnir á SAG

Í gær, 23:59 Allt nema svart var áberandi á rauða dreglinum fyrir SAG-verðlaunin. Stjörnurnar voru litaglaðar þennan sunnudaginn en það tókst misvel hjá þeim. Meira »

Glitrandi kjólar allsráðandi

Í gær, 21:00 Best klæddu konurnar á SAG-verðlaunahátíðinni áttu það sameiginlegt að mæta í glitrandi kjólum.   Meira »

Þjálfari Kardahsian veitir fjögur góð ráð

Í gær, 18:00 Þrátt fyrir að rassummál Kim Kardashian sé ekki lítið þá er sagan allt önnur þegar kemur að mittinu. Stjarnan hefur sjaldan verið í jafngóðu formi og þakkar þjálfaranum sínum, Melissu Alcantara, fyrir hvatninguna. Meira »

61 fm krútthús í Hafnarfirði

Í gær, 15:00 Húsin gerast ekki mikið sætari en þetta 61 fm hús sem stendur við Kirkjuveg 13. Í húsinu er hver einasti fermetri nýttur til fulls. Meira »

Allt á útopnu á þorrablótinu

Í gær, 12:00 Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.   Meira »

10 lífsreglur Móður Teresu

Í gær, 09:00 Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli. Meira »

Undir kjólnum leyndist typpi

í fyrradag „Ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.“ Meira »

Sjóböð og áhrif þeirra á heilsuna

Í gær, 06:00 Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu og hefur stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá árinu 2004.  Meira »

Ráðgjöf eykur persónulegan vöxt

í fyrradag Kári Eyþórsson er vinsæll fjölskyldu- og einstaklingsráðgjafi sem hefur starfað við fagið í yfir 25 ár. Hann rekur Ráðgjafaskólann og hefur lagt sitt af mörkum í gegnum árin til að efla þekkingu og skilning fólks á því hvernig hægt er að nota ráðgjöf til að þroskast og eflast í lífinu. Meira »

Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

í fyrradag Að skipta út innréttingunni, brjóta niður vegg og setja eyju eða henda efri skápunum og setja hillur. Hvað skiptir mestu máli þegar eldhúsið er tekið í gegn? Meira »

Að finna bestu leiðina

í fyrradag Þær Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, og Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður hafa vakið athygli víða með nýrri leið til stefnumótunar sem kallast Design Thinking. Þær halda námskeið á vegum Opna háskólans um þessa aðferð. Meira »

Er löngun þín í sætindi eða mat stjórnlaus?

í fyrradag Esther Helga Guðmundsdóttir er einn virtasti sérfræðingur landsins þegar kemur að matarfíkn. Hún er eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og hefur í áraraðir veitt matarfíklum ráðgjöf og meðferðir í gegnum MFM Matarfíknarmiðstöðina. Meira »

Með ósamstæða eyrnalokka

í fyrradag Það glitti í töffarann Meghan Markle þrátt fyrir fágaða kápu frá Stellu McCartney þegar hún heimsótti Cardiff. Meghan hættir ekki að fylgjast með tískunni þrátt fyrir að vera að ganga í bresku konungsfjölskylduna. Meira »

Bæjarstjórahjónin létu sig ekki vanta

20.1. Á þriðja hundrað gestir mættu á O'Learys í Smáralind þegar staðurinn fagnaði formlega opnuninni. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys-veitingakeðjunnar, mætti og klippti á borða. Meira »

Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

20.1. Það er mikilvægt að huga að húðinni fyrir svefninn, bæði rétt fyrir svefn og þegar við sofum til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Það vill enginn breytast í ellikerlingu á einni nótt. Meira »

Íbúðin líkist helst listaverki

20.1. Við Safamýri í Reykjavík hefur fjölskylda hreiðrað um sig á svo smekklegan hátt að útkoman líkist listaverki. Það er unun að horfa á myndirnar og skoða hvernig hlutum er raðað upp og svo eru sniðugar lausnir í hverju horni. Meira »

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

í fyrradag Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »

Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

20.1. Öll pör rífast, líka þau hamingjusömu, hvernig við rífumst er svo annað mál. Rífst þú um eitt af þessum fimm atriðum?  Meira »

Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

20.1. Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954.  Meira »

Eyþór Arnalds með kosningapartí

20.1. Kátínan og gleðin var allsráðandi þegar Eyþór Arnalds opnaði kosningamiðstöð í huggulegum húsakynnum við Laugaveg 3. Eyþór sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í leiðtogaprófkjöri sem haldið verður 27. janúar. Meira »