Syndir hraðar en Baltasar Kormákur

Ari Matthíasson.
Ari Matthíasson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ari Matthíasson tók við starfi Þjóðleikhússtjóra á árinu. Hann syndir daglega og komst að því að hann syndir hraðar en Baltasar Kormákur. 

Hvað myndirðu vilja gera aftur einhvern tíman sem þú prófaðir að gera á árinu?

„Á þessu ári prófaði ég í fyrsta skipti að vera þjóðleikhússtjóri. Er alveg til í að halda því áfram.“

Komstu að einhverju nýju um sjálfan þig á árinu? „Ég komst að því að þó ég syndi 2 km. á dag get ég fitnað ef ég borða mikið.“

Hver er eftirminnilegasta manneskjan sem þú hittir á árinu? Eða eftirminnilegasta samtalið? „Ég hef hitt svo mikið af merkilegum og frægum listamönnum á árinu að ég þori ekki að taka einn útúr. Ég get þó sagt að það var sérlega ánægilegt samtal sem við Baltasar Kormákur áttum þegar hann viðurkenndi að ég syndi hraðar en hann. Það var mér nokkur sárabót fyrir tapaðar hraðskákir meðan við bjuggum saman fyrir aldarfjórðungi.“

Ef þú mættir sleppa einhverju sem þú gerðir eða prófaðir eða eyddir tíma þínum á síðasta ári - hvað yrði það? „Ég er alveg til í að gera talsvert minna af því að hafa áhyggjur af kjaramálum starfsmanna Þjóðleikhússins á næsta ári.“

Ef þú ættir að draga einhvern lærdóm af síðasta ári - hvaða ráð myndirðu gefa sjálfum þér fyrir árið 2016? „Það er nóg af tíma, málið er að nýta hann rétt.“

Ætlarðu eða langar þig til að að gera eitthvað nýtt á árinu - hvort sem það er áramótaheiti eða einfaldlega eða að prófa eitthvað nýtt og hvað þá? „Mig langar til að gera betur. Ég lofa að reyna.“

Ari Matthíasson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Hann tók við starfi Tinnu …
Ari Matthíasson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Hann tók við starfi Tinnu á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál