Var lögð í einelti á Stöð 2

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Þórunn Antonía Magnúsdóttir prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag. Hún hefur ýmsa fjöruna sopið eins og kemur fram í viðtalinu en þar kemur fram að hún hafi verið lögð í einelti á Stöð 2, meðal annars þegar hún var dómari í Ísland Got Talent. 

„Ég lenti í þeirri stöðu að samstarfsmaður minn tók „stríðnina“ eins og hann kallar það út á mér. Sem dæmi má nefna að í lok fyrstu seríunnar erum við öll saman að fagna góðu gengi. Þar sem okkur er svo tilkynnt um að næsta þáttaröð fari í loftið og að við verðum öll með í henni. Þessi samstarfsmaður minn er þá að hnýta eitthvað í mig og talandi um það hvað ég verði ómöguleg móðir og yrði óhæf í það hlutverk, en Auddi, hann yrði hins vegar frábær pabbi. Segir mig óábyrga og fleira í þeim dúr, nastí og ljótar athugasemdir sem fengu að falla. Fimm mínútum síðar tilkynni ég óléttuna, og þá hrifsar sami samstarfsmaður af mér athyglina og fer að tala um að hann sé skyggn og hafi vitað þetta. Hann rændi mig þarna augnablikinu mínu, að tilkynna vinnuveitendum mínum og samstarfsmönnum mína fyrstu óléttu. Ég stóð þarna og reyndi að hlæja, með tárin í augunum. Þessi sami samstarfsmaður sá ekki ástæðu til að láta staðar numið því í beinu framhaldi stendur hann upp og lýsir yfir sinni skoðun um að ég eigi ekki að halda áfram í dómnefnd því það „sé ekkert sell í því að hafa konu með barn á brjósti í dómnefnd“. Hann var iðulega með ljót komment og óþægilega nærveru, og ég man eftir að hann dundaði sér við að kasta í mig súkkulaðimolum þegar ég steig inn í beina útsendingu í hvítum fötum.“

Þórunn segist þó ekki hafa viljað gera neitt í þessu, enda talið að slíkt myndi gera illt verra.

„Það var eiginlega ekki fyrr en löngu seinna, að ég er að horfa á heimildarmynd um einelti, þar sem það rann upp fyrir mér. Ég var lögð í einelti á vinnustað, og ég lét það viðgangast.“

Í viðtalinu kemur fram að hún hafi verið kominn á steypirinn þegar hún fékk símtal frá yfirmanni á Stöð 2 sem sagði henni frá því að hún yrði ekki með í næstu þáttaröð af Ísland Got Talent. 

„Daginn eftir sé ég í fjölmiðlum að Selma Björnsdóttir er ráðin, í starfið sem mér hafði verið lofað. Búið var að segja við mig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af minni vinnu. Það var greinilega löngu búið að semja við Selmu, sem ég ber engan kala til, en það var illa að þessu staðið hjá fyrirtækinu þar sem ég hafði unnið til fjölda ára og oftar en ekki búið að plasta andlitið á mér framan á húsið. En ég var beðin afsökunar á þessu. Þessi reynsla sem ég fékk í þáttunum var góð, og mér fannst vel að þessu staðið hjá 365 og RVK Studios. Auk þess eignaðist ég góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni.“

HÉR er hægt að lesa viðtalið í heild sinni. 

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fimm magnaðar kviðæfingar

06:00 Leikfimidrottningin Anna Eiríks kennir okkur að gera fantaflottar og góðar æfingar sem hjálpa okkur að fá sterkan kvið.   Meira »

Mættu í eins kjólum

Í gær, 23:59 Fyrirsætan Miranda Kerr og leikkonan Chloe Bennett lentu í því sem engin stjarna vill lenda í þegar Stella McCartney kynnti haustlínu sína. Þær mættu í eins kjólum á rauða dregilinn. Meira »

Notar majónes í hárið

Í gær, 21:00 Anna María Benediktsdóttir notar óvenjulega aðferð til þess að halda hárinu sínu fallegu. Hárgreiðslukona benti Önnu Maríu á majónes-meðferðina sem svoleiðis svínvirkar. Meira »

Davíð Oddsson 70 ára – MYNDIR

Í gær, 20:01 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni. Meira »

Eliza fór að ráðum Smartlands

Í gær, 18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

Í gær, 16:00 Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

María Sigrún á von á barni

Í gær, 10:10 María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

Í gær, 13:00 Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

í gær Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

í fyrradag „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Heimilistrendin 2018

í fyrradag Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Frekjukast í flugtaki

í fyrradag Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

í fyrradag Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

í fyrradag Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

15.1. Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

15.1. Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

í fyrradag Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

16.1. Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

15.1. Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

15.1. Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »