Bað Söru í Júník á Valentínusardaginn

Hér er hann að biðja hennar á ströndinni.
Hér er hann að biðja hennar á ströndinni.

Sara Lind Pálsdóttir, eða Sara í Júník eins og hún er oftast kölluð, átti svo sannarlega eftirminnilegan Valentínusardag í gær. Kærasti hennar til þriggja ára og barnsfaðir, Kristján Þórðarson, fór á skeljarnar á Malibu ströndinni í Kaliforníu. 

„Við fórum á Malibu ströndina hérna í LA sem er uppáhaldsstaðurinn okkar. Þar bað hann mín og bauð mér svo út að borða á Katsuya sem er einn flottasti veitingastaðurinn hérna í LA. Þetta var alveg fullkominn dagur,“ segir Sara Lind þegar hún er spurð út í bónorðið. 

Kristján færði henni hvítagullshring með demanti en hann er hannaður af Inga í Sign. Þegar ég spyr Söru Lind hvort hún hafi búist við bónorði á þessum fallega degi segir hún svo ekki vera. 

„Ég bjóst ekki við þessu en ég var oft búin að skjóta á hann orðunum „hvenar kemur hringurinn“,“ segir hún í samtali við Smartland Mörtu Maríu. 

Sara Lind Pálsdóttir og Kristjáns Þórðarson á ströndinni.
Sara Lind Pálsdóttir og Kristjáns Þórðarson á ströndinni.
Kristján og Sara Lind á Malibu ströndinni í Kaliforníu.
Kristján og Sara Lind á Malibu ströndinni í Kaliforníu.
Hringurinn er hannaður af Inga í Sign og er með …
Hringurinn er hannaður af Inga í Sign og er með demanti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál