Eftirsóknarverðar og einhleypar

Sum­arið er tími ástar­inn­ar og því ekki úr vegi að gefa ástar­mál­un­um gaum. Smart­land Mörtu Maríu tók sam­an lista yfir eft­ir­sókn­ar­verðar og einhleypar skvísur á lausu. 

Hödd Vilhjálmsdóttir.
Hödd Vilhjálmsdóttir.

Hödd Vilhjálmsdóttir

Almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir er á lausu. Hödd er lögfræðingur og hefur starfað á mörgum sviðum. Hún var fréttamaður á Stöð 2 um tíma og líka á mbl.is. Hödd þykir ákaflega sniðug og skemmtileg og laðar til sín skemmtilegt fólk. Hödd æfir af krafti og má sjá hana á hlaupabrettinu í World Class í Laugum. 

Ellý Ármannsdóttir.
Ellý Ármannsdóttir.

Ellý Ármannsdóttir

Ellý Ármannsdóttir skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún varð þula á RÚV. Þulustarfið leiddi hana svo inn í fjölmiðlaheiminn en hún hefur sinnt hinum ýmsu störfum þar síðustu ár. Nú rekur hún Fréttanetið og er á leið í MBA-nám. 

Margrét Erla Maack.
Margrét Erla Maack.

Margrét Erla Maack

Gleðisprengjan Margrét Erla er á lausu. Þegar hún er ekki að vinna við fjölmiðla kennir hún fólki að hreyfa á sér líkamann með kynþokkafullum dansi. Hún er nýkomin heim úr Bollywood-dansferð og svo er hún einn eftirsóttasti Beyoncé-danskennari landsins. 

Rikka er á lausu.
Rikka er á lausu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Friðrika Hjördís Geirsdóttir

Friðrika Hjördís Geirsdóttir, best þekkt sem Rikka, er á lausu. Í gegnum tíðina hefur Rikka verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum en nýverið lauk hún störfum hjá 365. Rikka er með heimasíðuna rikka.is en þar má finna þorra þess efnis sem hún hefur komið að. Rikka mun eflaust ekki staldra lengi við á markaðinum enda stórglæsileg kona hér á ferð.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á framtíðina fyrir sér.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á framtíðina fyrir sér. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er 26 ára gamall meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands og ritari Sjálfstæðisflokksins. Hún er búsett í miðbæ Reykjavíkur og hefur gaman af því að hjóla um borgina. Áslaug er kraftmikil ung kona sem á framtíðina fyrir sér. Hún fer þangað sem hún ætlar sér. 

Sesselja Vilhjálmsdóttir, frumkvöðull.
Sesselja Vilhjálmsdóttir, frumkvöðull. mbl.is

Sesselja Vilhjálmsdóttir

Sesselja Vilhjálmsdóttir er stofnandi og forstjóri Tagplay. Hún er ungur frumkvöðull og hefur staðið að hinum ýmsu verkefnum eins útgáfu spilsins Heilaspuna og heimildarmyndarinnar The Startup Kids. Sesselja er fyrirmynd fyrir allar ungar konur sem hafa áhuga á frumkvöðlastarfi og ekki skemmir fyrir að stúlkan er á lausu.

Sigríður Erla Sturludóttir er formaður Orators, félags laganema.
Sigríður Erla Sturludóttir er formaður Orators, félags laganema. Ljósmynd/Kristín Dóra Ólafsdóttir

Sigríður Erla Sturludóttir

Sigríður Erla Sturludóttir er 24 ára gamall laganemi og formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Á sumrin starfar Sigríður Erla sem flugfreyja hjá Icelandair og er því nóg að gera hjá stúlkunni. Sigríður Erla er lífsglöð stúlka sem á framtíðina fyrir sér. 

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Rax

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar. Hún er menntaður garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins, er með BS-próf í viðskiptalögfræði og lögfræðipróf (ML) frá Háskólanum á Bifröst. Vigdís þykir hinn mesti kvenkostur enda hefur hún leiftrandi húmor. 

Karó er ung tónlistarkona á uppleið.
Karó er ung tónlistarkona á uppleið. mbl.is/Golli

Karó

Karólína Jóhannesdóttir er betur þekkt undir listamannsnafninu Karó. Karó sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2015 fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík og hefur síðan þá komið fram á hinum ýmsu viðburðum eins og Sónar hátíðinni í Hörpu. Þessi efnilega tónlistarkona á framtíðina fyrir sér.

Það er alltaf stutt í grínið hjá Steiney Skúladóttur.
Það er alltaf stutt í grínið hjá Steiney Skúladóttur. mbl.is

Steiney Skúladóttir

Steiney Skúladóttur Hraðfréttakonu og Reykjavíkurdóttur þarf vart að kynna. Steiney er 26 ára gömul og er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún er þekkt fyrir skemmtilegan og beinskeyttan húmor sinn. Ykkur myndi eflaust ekki leiðast á stefnumóti með Steiney Skúladóttur. Hún á ekki langt að sækja leikhæfileika og húmor því hún er dóttir Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu sem er engri lík. 

Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum alheimsfegurðardrottning.
Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum alheimsfegurðardrottning. mbl.is

Linda Pétursdóttir

Linda Pétursdóttir er athafnakona og alheimsfegurðardrottning. Síðan hún var kjörinn ungfrú heimur árið 1988 hefur mikið vatn runnið til sjávar en Linda virðist þó ekkert eldast. Árið 2003 kom út ævisaga hennar sem ber nafnið Linda ljós & skuggar en í henni er hægt að lesa sér til um líf Lindu. Þessi misserin dvelur Linda í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir er á lausu.
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir er á lausu. mbl.is

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir

Fjölmiðlakonuna Ástu Hrafnhildi Garðarsdóttur þarf vart að kynna en Ásta tók nýverið við sem ritstjóri Séð og heyrt. Ásta Hrafnhildur varð landsþekkt þegar hún stýrði þættinum Stundin okkar í Ríkissjónvarpinu en þar kom hún fram sem Ásta ásamt kettinum Kela. Hún vann hug og hjörtu barna um allt land. Nú er Ásta á lausu og á eflaust eftir að vinna hug og hjörtu.

Eftirsóknarverðustu piparsveinarnir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál