Þekkjast í gegnum börnin

Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir kynntust Beckham-hjónunum í gegnum …
Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir kynntust Beckham-hjónunum í gegnum börnin sín. Þessi mynd var tekin á brúðkaupsdaginn þeirra í Róm á Ítalíu 2010.

Ein þekktustu hjón heims, fótboltamaðurinn David Beckham og eiginkona hans tískuhönnuðurinn Victoria Beckham, komu til Íslands í gær. Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 20.30 í gærkvöldi. Erindi þeirra til Íslands er að heimsækja vinahjón sín, Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti og Kristínu Ólafsdóttur kvikmyndaframleiðanda hjá Klikk Production. Kristín og Björgólfur Thor eru nýkomin heim frá Berlín þar sem hún var að frumsýna kvikmyndina InnSæi sem hún vann með Hrund Gunnsteinsdóttur. 

Björgólfur Thor og Kristín kynntust Beckham-hjónunum í gegnum börnin sín en synir þeirra eru saman í skóla í Lundúnum. Um er að ræða elsta son Kristínar og Björgólfs annarsvegar og yngsta son Beckham-hjónanna hinsvegar. Báðir eru drengirnir fæddir 2005 og því 11 ára gamlir. 

Beckham-hjónin eiga fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Björgólfur Thor og Kristín eiga þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. 

Beckham-hjónin verða á Íslandi fram yfir helgi og hefur Smartland Mörtu Maríu heimildir fyrir því að heilsusamlegt mataræði verði í forgrunni í ferðinni og fjölskyldustemning allsráðandi. Svo vonum við bara að veðurguðirnir leiki við hjónin svo þau nenni að koma einhvern tímann aftur. 

David og Victoria Beckham með sonum sínum Brooklyn, Romeo og …
David og Victoria Beckham með sonum sínum Brooklyn, Romeo og Cruz. Myndin var tekin 2013. Sá yngsti er vinur sonar Kristínar og Björgólfs Thors. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál