Helgi Hrafn gengur í hjónaband

Helgi Hrafn sagði já og settu skötuhjúin upp hringa.
Helgi Hrafn sagði já og settu skötuhjúin upp hringa. Ljósmynd/Skátamál

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata gekk að eiga unnustu sína, Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur í gær. Trúlofun þeirra rataði í fréttir en hún bað hans í fyrra.

„Hundrað manns tóku þátt í því þegar Inga Auðbjörg Kristjáns­dótt­ir bað kær­asta sinn, þing­mann­inn Helga Hrafn Gunn­ars­son, að gift­ast sér á nám­skeiði í Reineck-ská­ta­k­astal­an­um í Þýskalandi um pásk­ana,“ sagði á vef mbl.is í fyrra.

Inga Auðbjörg bauð Helga Hrafni með sér á nám­skeiðið sem er alþjóðlegt og haldið fyr­ir skáta­for­ingja. Hún aug­lýsti eft­ir sjálf­boðaliðum til að taka þátt í verk­efn­inu með sér. Þegar að stóru stund­inni kom var öll­um stillt upp og fengu tveir menn það hlut­verk að lokka Helga Hrafn á fyr­ir­fram ákveðinn stað svo hann sæi aðeins það sem hann átti að sjá.

Þá gat bón­orðsdans­inn haf­ist og hófst hann á því að ein stúlk­an dansaði sem speg­il­mynd Ingu Auðbjarg­ar, sem fyrst í stað var ekki í sjón­máli Helga. Síðan bætt­ust fleiri dans­ar­ar í hóp­inn, hver á fæt­ur öðrum.

Á ákveðnum tíma­ hlupu all­ir fram og drógu Ingu fram á sjón­ar­sviðið, sem steig upp sem rós. Þeir sem stóðu fremst­ir í hópn­um lyftu þá klæðum sín­um og beruðu maga sína með skila­boðunum  „Viltu gift­ast mér“.

Svarið var í stuttu máli „já“ og voru hring­ar sett­ir upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál