Endalaust þakklát fyrir Ísland

Tanja Rós Viktoríudóttir er ein af þeim keppir í Ungfrú …
Tanja Rós Viktoríudóttir er ein af þeim keppir í Ungfrú Ísland.

Tanja Rós Viktoríudóttir er 24 ára rússnesku túlkur hjá ICI þýðinga-og túlkaþjónustu og sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum á Íslandi. Hún er einhleyp og hennar helstu áhugamál eru að teikna og mála myndir. Auk þess elskar hún að ferðast og hefur mikinn áhuga á hönnun og tungumálum. Hún talar íslensku, rússnesku, úkraínsku, pólsku og ensku. Hún hefur líka lært þýsku, frönsku og smá spænsku. Hún er ein af þeim sem tekur þátt í Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Hörpu á morgun kl. 20.00. mbl.is sýnir beint frá keppninni. 

Hvað er búið að vera áhugaverðast í undirbúningi keppninnar?

Það sem búið að vera áhugaverðast við þetta keppni er góðgerða verkefni sem við stelpurnar vorum með til þess að safna fyrir styrkjum eins og Útmeða, Bumbuloní, Kvennaathvarfið og SKB sem er styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Mér finnst persónulega þetta er mikilvægasti atriði við þetta keppni. 

Þekkið þið einhvern sem hefur tekið þátt í Ungfrú Ísland? 

Já auðvitað, við þekkum Örnu Ýr og Fanney. Þær eru búnar að vera með okkur í æfingum og hjálpa okkur með undirbúningi fyrir keppnina. 

Hvað drífur þig áfram í lífinu?

Það sem drífur mig áfram í lífinu er að vera markviss manneskja sem aldrei gefast upp. Mér finnst mikilvægt að vera góð fyrirmynd og að hjálpa öðrum.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Mig langar að vera annað hvort innanhússarkitekt og stofna fyrirtæki eða að fara í flugskólann og að vera flugmaður í framtíðinni.

Hvað gerir þú þegar þú vilt hafa það virkilega gott?

Amma mín og afi minn búa í Úkraínu. Ég hef mikið áhyggjur af þeim og mjög hrædd um að það muni koma eitthvað slæmt fyrir þau vegna stríðsins sem búið er að geysa í heimalandi mínu í nokkur ár. Ég hringi reglulega í þau í gegnum Skype. Þegar þau svarað mér og ég sé þau brosa til mín, þá trúi ég að allt verði í góðu lagi og að þeim líði vel. Fyrir mig er fjölskyldan og fólk sem ég elska það mikilvægasta sem ég hef í lífinu mínu. 

Hvað æfir þú oft í viku og hversu lengi í senn? 

Venjulega æfði ég þrisvar til fjórum sinnum í viku í sirka einn til tvo tíma í einu. En núna í sumar er búið að vera mikið að gera hjá mér, þess vegna æfi ég einu sinni til tvisvar í viku og í klukkutíma í senn. 

Þurftir þú að hætta að borða eitthvað eftir að þú byrjaðir að æfa fyrir Ungfrú Ísland? 

Nei, ég myndi ekki segja það. Ég reyni alltaf að borða hollt. En auðvitað ég leyfi mér að fá óhollan mat líka. 

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? 

Mér finnst gaman að vera sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum og hjálpa þeim í fatabúðum. Ég hef kynnst þar yndislega fólki sem mér finnst vænt um. Mér finnst líka mjög gaman að dansa og fara í fjallgöngu með hundinn minn.

En það leiðinlegasta? 

Mér finnst leiðinlegt að fara í sund og synda. En mér finnst gaman að fara í Bláa lónið. 

Getur þú lýst þínum stíl?

Já, frekar venjuleg klassískur stíl. Ég fer ekki svo mikið eftir tískunni.

Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum?

Nei, ég held ekki. Ég á allskonar föt, en það fer eftir ástandið og skapinu á mér hvernig ég vil að vera klædd.  

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? 

Fyrirmynd mín eru langamma mín og mamma mín. Langamma mín var besta kona í öllum heiminum, hún lést úr krabbameini árið 2012. Ég sakna hennar ennþá á hverjum degi. Það er ekki hægt að hætta að elska manneskju þótt hún deyi. Langamma mín hefur alltaf kennt mér að vera hjartagóð manneskjan, að hjálpa öðrum og dæma aldrei aðra. Hún sagði oft við mig „Aldrei dæma aðra, og þú verður ekki dæmdur sjálfur“. Fyrir mér verður hún alltaf lifandi í hjarta mínu. Mamma mín er best og yndisleg kona. Ég get ekki óskað mér betri mömmu. Hún er sterk og markviss manneskjan. Hún er mikill áhrifavaldur í lífi mínu og ég lærði það af henni að gefast aldrei upp - sama hversu lífið er erfitt. 

Hvar ætlar þú að vera stödd í lífinu eftir 10 ár? 

Eftir 10 ár langar mig að vera búin að eignast börn með manni sem ég elska. Ég vil líka klára að mennta mig og fara í háskóla í útlöndum. Eftir menntun ætla ég stofna fyrirtæki og vera dugleg að gefa til góðgerðarmála.

Hvað gerir þig hamingjusama?

Það sem geri mig hamingjusama og mjög þakkláta er að geta búið á Íslandi með mömmu minni. Þetta er fallegt og yndislegt land og við erum örugg hér frá stríðinu. Það hræðilegasta sem getur komið fyrir land manns er að þar geysi stríð.

Ég er líka hamingjusöm þegar ég er að vinna og hjálpa öðru fólki. Ég byrjaði að vinna í frystihúsinu þegar ég var 15 ára. Þarna var ég í kringum yndislegt fólki sem höfðu góð áhrif á mig. Síðan þá veit ég hversu mikilvægt er að vera dugleg. Maður á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál