Skrifaði handritið í stresskasti á gamlárskvöld

Þóranna Sigurðardóttir.
Þóranna Sigurðardóttir.

„Áriđ 2014 sótti ég um kvennaprógrammið í AFI eða Directing Workshop for Women og umsókninni þurfti ađ fylgja handrit. Þannig að að íslenskum hætti var Zelos skrifuð í stresskasti á gamlárskvöld, tveimur dögum fyrir umsóknarfrest. Hugmyndin kemur úr mörgum áttum, frá Family Guy, Her, Persona og Blue Jasmine. En mest kemur hún úr mínum eigin reynsluheimi sem kappsfull kona,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Þóranna Sigurðardóttir, höfundur stuttmyndarinnar Zelos. Myndin fjallar um bugaða konu sem ákveður að láta klóna sig. Þóranna er búsett er í Los Angeles og komst í fréttir á dögunum þegar hún gerði tónlistarmyndband fyrir Red Hot Chili Peppers. 

Stuttmynd hennar Zelos er komin í sýningu á Vimeo. Það er svo sem kannski engin frétt því hver sem er getur sett myndir sínar þangað inn en aftur á móti komst hún í flokkinn Staff Picks, sem gerir það að verkum að myndin fær miklu betri dreifingu. Þóranna segir að það sé mjög mikill heiður að komast inn í Staff Picks. 

„Á Vimeo er miklum fjölda mynda halað niður á hverjum degi, þannig að það er erfitt að fá fólk til að staldra við og finna meistaraverkin þín. En núna þegar Zelos var valin á Staff Picks koma margir við og nú eru mörg þúsund manns búnir að sjá myndina. Miklu fleiri en á öllum kvikmyndahátíðunum sem hún fór á,“ segir hún og bætir við: 

„Allar stuttmyndir sem gerðar eru í AFI-námi eru í eigu skólans, þannig að ég mátti ekki setja Zelos á Vimeo eftir að hún var búin að fara á kvikmyndahátíðir. Þetta er auðvitað frekar leiðinlegt, þar sem internetið er frábær leið til að fá heiminn til að sjá stuttmyndir, en sem betur fer keypti KQED, sem er ríkisrekin sjónvarpsstöð hérna, Zelos fyrir Film School Shorts-prógrammið og þannig var hún fyrst sýnd í sjónvarpinu og svo sett á Vimeo-stöðina þeirra,“ segir hún. 

Þóranna lagði mikið á sig til að vinna Zelos. 

„Zelos var fjármögnuð í gegnum Indiegogo og það var ótrúlegt hversu mikinn stuðning ég fékk frá Íslandi. Margir af fátækustu vinum mínum sem ég hef varla hitt í mörg ár voru að gefa mér háar upphæðir. Hér í Bandaríkjunum eru svona framlög frádráttarbær, en ekki á Íslandi. Það hjálpaði mér mikið í gegnum ferlið að finna fyrir hversu margir höfðu trú á verkefninu. Sara Nassim, sem ég hafði unnið með í Noah á Íslandi, var við nám sem framleiðandi í AFI og hún hjálpaði mér að framleiða myndina. Hún þekkti flesta nemendurna í skólanum og þekkti hvaða teymi ég ætti að velja mér. Fyrst ætlaði ég að fá allt það fólk sem ég hafði unnið með í gegnum árin í auglýsingagerð, en það var enginn til í að vinna frítt og það er regla hjá AFI að maður má ekki borga neinum, hvorki leikurum né tæknimönnum. Snemma bættist Aron Hjartarson sem rekur Framestore í LA í hópinn og hann hjálpaði mér að koma með tæknilegar lausnir á að mynda eina leikkonu sem tvær persónur. Ég fann fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. Foreldrar úr skólum barnanna minna buðu sig fram til að hjálpa, ein mamman tók allar ljósmyndirnar baksviðs og annar pabbi litaði myndina. Truenorth, sem er fyrirtæki sem ég hef verið að vinna mikið með á Íslandi, hjálpaði mér svo með stóran hluta af fjármagninu,“ segir Þóranna. 

Þegar ég spyr Þórönnu hvað hún hafi fengið út úr því andlega að gera Zelos líkir hún líðaninni við barnsfæðingu.

„Það er bara mjög svipað að fæða barn og gera mynd, hvort sem hún er stutt eða löng. Þetta er ótrúlega erfitt og sársaukafullt ferli, en svo þegar maður er búin og vel til tekst, þá getur maður ekki beðið eftir því að gera næstu mynd. En ég var bún að vera með leikstjóradrauma frá því að ég man eftir mér, svo það var frábært að láta drauminn rætast og svo bara bónus að fólk hefur gaman af myndinni. Ég hélt reyndar að Zelos væri gjörsamlega misheppnuð mynd, þar til ég sýndi hana fyrst í Bíó Paradís nokkrum dögum eftir að ég kláraði hana. Þá sá ég á fólki að því fannst hún góð, það var ekki bara að hrósa mér til að hughreysta mig. Svo þegar frændi minn hringdi (frændi sem hringir aldrei í mig) nokkrum dögum seinna til að hrósa mér aftur og svo ræða myndina í smáatriðum áttaði ég mig á því að frumraunin væri kannski bara þokkaleg.“

Á töskustað.
Á töskustað.
Kvikmyndin var tekin upp á heimili Þórönnu í Los Angeles.
Kvikmyndin var tekin upp á heimili Þórönnu í Los Angeles.
mbl.is

Ógeðslega flottir búningar!

Í gær, 23:59 Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

Í gær, 21:00 David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

Í gær, 18:00 Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

Í gær, 15:00 Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

Í gær, 12:00 Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

Í gær, 10:00 Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

Í gær, 05:15 Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

í fyrradag „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

í fyrradag Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »

Svona ætlar Longoria að skafa af sér

í fyrradag Eva Longoria elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum.   Meira »

Augabrúnir að detta úr tísku

í fyrradag Augabrúnir á fyrirsætum Alexander Wang voru nær ósýnilegar á nýjustu tískusýningu hans. Andi tíunda áratugarins ríkti á tískusýningunni. Meira »

Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

í fyrradag 24 árum eftir að kona keypti kjól Díönu prinsessu á 30 þúsund í búð með notuðum fötum í er kjóllinn metinn á rúmlega 12 til 15 milljónir. Meira »

Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

í fyrradag Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Meira »

Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

í fyrradag „Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun.“ Meira »

Heldur fram hjá með manni vinkonu sinnar

7.12. „Konan mín er að halda fram hjá með eiginmanni vinkonu sinnar. Mamma hennar segir að ég ætti ekki að taka því persónulega en ég er miður mín.“ Meira »

Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

7.12. „Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.“ Meira »

Don Cano framleiðir nú enga krumpugalla

7.12. Sænski fatahönnuðurinn, Jan Davidsson, ber ábyrgð á því að Íslendingar klæddust krumpugöllum í stíl fyrir 30 árum þegar Don Cano var upp á sitt besta. Í ár eru 30 ár síðan fyrirtækið toppaði sig og því ekki úr vegi að endurvekja það með nýjum áherslum. Meira »

Framúrskarandi heimili við sjóinn

7.12. Í Kársnesinu í Kópavogi er að rísa splunkunýtt hverfi sem býr yfir miklum sjarma. Byggðin er við sjóinn sem þýðir fallegt útsýni og friðsæld og nálægð við stórbrotna náttúru. Við Hafnarbraut 9 stendur ákaflega falleg íbúð sem búið er að innrétta á smekklegan hátt. Meira »

Getur barn utan hjónabands fengið arf?

7.12. „Maður á þrjú börn með eiginkonu sinn og eitt barn utan hjónabands. Falli maðurinn frá á eiginkonan trúlega rétt til setu í óskiptu búi, sæki hún um það. Spurningin er hvort barnið utan hjónabands geti krafist uppgjörs á föðurarfi þrátt fyrir það og hvort sérstakan gjörning þurfi til þess að koma í veg fyrir það.“ Meira »

165 milljóna einbýli við Túngötu

7.12. Mýkt er áberandi í þessu huggulega húsi við Túngötu í Reykjavík. Klassísk húsgögn prýða heimilið og falleg listaverk.   Meira »

Steldu stíl Meghan fyrir 7.000 krónur

6.12. Það þarf ekki að eyða allri desemberuppbótinni til þess að klæða sig upp á í desember á sama hátt og Meghan hertogaynja gerir. Ekki þarf að fara lengra en upp í Kópavog til þess að finna slíkan á innan við 7.000 krónur. Meira »