„Ég er svo ákaflega þakklát fyrir tilvonandi eiginmann minn“

Karl Sigurðsson, Tobba Marinósdóttir og Regína Karlsdóttir.
Karl Sigurðsson, Tobba Marinósdóttir og Regína Karlsdóttir. mbl.is/Freyja Gylfa

Karl Sigurðsson, (eða Kalli eins og hann er kallaður) hljómsveitarmeðlimur í Baggalúti, bað kærustu sinnar, Tobbu Marinósdóttur umsjónarmanns Matarvefs mbl.is, fyrir fullu húsi í Háskólabíói. Tobba og Kalli hafa verið áberandi síðan þau hnutu um hvort annað fyrir þónokkrum árum. Saman eiga þau eina dóttur. 

Á laugardagskvöldið tók Kalli sig til og bað Tobbu sinnar fyrir fullum sal af fólki. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir allan tilfinningaskalann. 

„Ég er svo ákaflega þakklát fyrir tilvonandi eiginmann minn. Hann er traustur, skilningsríkur, gjafmildur, gáfaður, útsjónarsamur, ljúfur, fyndinn og svo þvær hann allan þvott og leirtau á heimilinu. Fyrir utan hvað hann er fallegur. Hann stendur alltaf með mér og hvetur mig áfram í öllu sem ég geri. Svo er hann líka stórkostlegur pabbi. Takk Karl Sigurðsson fyrir að velja mig. Og komdu svo heim! #síðustutónleikarnir#ástin#jájágiftumokkur,“ sagði Tobba á Facebook-síðu sinni. 

mbl.is