Sér eftir að hafa gift sig svona ung

Guðríður Erla Torfadóttir og eiginmaður hennar, Markús M. Þorgeirsson, 29. …
Guðríður Erla Torfadóttir og eiginmaður hennar, Markús M. Þorgeirsson, 29. desember þegar þau endurnýjuðu hjúskaparheitin.

Líkamsræktardrottningin Guðríður Erla Torfadóttir sem varð landsþekkt á einni nóttu þegar hún þjálfaði keppendur í Biggest Loser Ísland átti afar rómantísk áramót en 29. desember endurnýjuðu þau hjónin hjúskaparheit sín. 

„Markús, maðurinn minn, varð 40 ára núna 29. desember og ég ákvað að koma honum á óvart í afmælisveislunni og spyrja hann hvort hann væri til í að endurnýja heitin okkar. Hann átti svo sannarlega ekki von á þessu greyið en við höfum oft rætt þetta og ég alltaf tekið frekar illa í það. Hann er sko rómantíski aðilinn í sambandinu en ég er að reyna bæta mig og það tókst vel í þessu tilfelli,“ segir Guðríður eða Gurrý eins og hún er kölluð. 

Hjónin giftu sig fyrir 14 árum eða 28. desember 2002. 

„Þá var ég 22 ára og við áttum tvö lítil börn svo ég bara man varla eftir þessum degi, hef oft séð eftir því að hafa gift mig svona ung því ég hefði viljað geta notið þess betur,“ segir hún. 

Er nauðsynlegt að endurnýja hjúskaparheitin til að halda loganum gangandi í sambandinu?  

„Alls ekki. Þetta er auðvitað ekki mjög íslenskt en í okkar tilfelli fannst mér fallegt að gera þetta núna eftir 20 ár í sambandi með 3 börn og athöfnin var í raun að blessa hjónabandið, heimilið og börnin okkar þrjú. Svo var þetta smá ítrekun að Markús getur ekki skilað mér úr þessu,“ segir hún. 

Hvað gerið þið til að hlúa að hjónabandinu? „Við höfum alltaf verið dugleg að skjótast saman í sumarbústað, eina nótt á hótel eða til útlanda bara tvö saman. Eins finnst okkur gaman að æfa saman þegar það er möguleiki,“ segir Gurrý. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál