Snapchat-stjarna giftir sig á laugardaginn

Camilla Rut gengur í hjónaband á laugardaginn.
Camilla Rut gengur í hjónaband á laugardaginn.

Snapchat-stjarnan og bloggarinn á mamie.is, Camilla Rut, mun ganga í hjónaband á laugardaginn kemur. Þeir sem fylgjast með Camillu, eða Camyklikk eins og hún kallar sig á Snapchat, vita að síðustu mánuðir hafa farið í undirbúning en nú eru fjórir dagar í stóra daginn. Þegar ég spyr Camillu hvað hún sé búin að vera lengi að skipuleggja brúðkaupið segir hún að þau hafi ákveðið dagsetninguna fyrir fjórum mánuðum en á gestalistanum eru 130 manns.

Rafn Hlíðkvist Björgvinsson og Camilla Rut Rúnarsdóttir.
Rafn Hlíðkvist Björgvinsson og Camilla Rut Rúnarsdóttir.

Hvers vegna ákváðuð þið að gifta ykkur?

„Frá byrjun höfum við alltaf verið fullviss um að við viljum giftast. Það var bara spurning hvenær,“ segir hún.

Camilla segir að athöfnin verði hefðbundin en hennar nánustu munu taka virkan þátt í henni. 

„Þetta verður voða hefðbundin athöfn en afi minn mun gifta okkur, frænka mín og pabbi minn munu syngja í athöfninni lög sem við höfum valið. Svo verður fullorðinspartý um kvöldið,“ segir hún.

Camilla leggur mikið upp úr brúðarkjólnum og segir að hann verði stórkostlegur. 

„Hún Malen hjá Eðalklæðum er búin að standa í ströngu við að hanna og sauma kjólinn fyrir mig, hann er glæsilegur þó að ég segi sjálf frá,“ segir hún. 

Hvernig verða veitingarnar?

„Þær verða með smá óhefðbundnum hætti en við ákváðum að sleppa þessum týpísku hefðum og hafa brúðkaupið okkar algjörlega eftir okkar höfði. Svo þegar við ákváðum veitingarnar þá stigum við aðeins út fyrir kassann og hugsuðum um það hver okkar uppáhaldsmatur væri. Við enduðum á því að panta Íslensku flatbökuna til að sjá um forrétt og aðalrétt en þeir eru að byrja með veisluþjónustu þar sem þeir koma í veisluna og græja allt á staðnum, þeir koma með ofninn á kerru með sér. Svo verða Krispy Kreme-kleinuhringir í eftirrétt! Þetta er það sem við myndum borða á góðum laugardegi svo þetta verður í brúðkaupinu okkar,“ segir hún.

Hvaða væntingar hefur þú til stóra dagsins?

„Ég hef svo sem verið alveg róleg og ekki með neinar brjálæðislegar væntingar. Ég einfaldlega veit að dagurinn verður dásamlegur. Í undirbúningnum er ég búin að leggja mikið upp úr því að pæla ekki of mikið í smáatriðum sem enginn annar pælir í. Ég vil heldur að fólk minnist brúðkaupsins okkar eftir því hvað það var skemmtilegt – ekki hvað það var fínt,“ segir hún.

Hvernig mun lífið breytast við brúðkaupið? Ég held að það muni ekki breytast mikið. Nú höfum verið saman í 8 ár, í sambúð í 4 ár og eigum eitt afkvæmi fyrir. Brúðkaupsdagurinn okkar er einfaldlega hugsaður þannig að við séum að gera okkur dagamun til að fagna ástinni og hamingjunni með okkar nánustu,“ segir hún.

Fjölskyldan að kíkja á endurnar.
Fjölskyldan að kíkja á endurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál