„Maður er búinn að sjá fullorðið fólk gráta“

Björgvin Franz Gíslason í hlutverki sínu í Ellý.
Björgvin Franz Gíslason í hlutverki sínu í Ellý. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Björgvin Franz Gíslason leikari fer með hlutverk sýningunni Ellý sem frumsýnd verður í kvöld. Hann segir að æfingar hafi gengið frábærlega. 

„Þetta er búið að vera ein mesta áskorun sem ég hef tekist á við síðan ég byrjaði í bransanum og á góðan hátt. Þetta er svo gaman, sérstaklega núna þegar þetta er að koma saman. Það var svo gaman að sjá þetta gerast og svo gaman að sjá viðbrögð áhorfenda. Fólk stendur upp og það er svo snortið. Maður er búinn að sjá fullorðið fólk gráta, bæði af gleði og því hvað þetta er sorglegt. Ég bjóst ekki við svona viðbrögðum, þau eru svo rosaleg. Maður hefur séð ýmislegt, ég byrjaði að skemmta þegar ég var 17 ára gamall. Ég held að ég hafi aldrei... nei, ég held ekkert. Ég hef aldrei séð svona viðbrögð,“ segir Björgvin Franz. 

Þegar Björgvin Franz er spurður að því hvort hann sé með einhverjar hefðir á frumsýningardegi segist hann eiginlega vera búinn að gleyma þeim. 

„Ef þær hafa verið þá er ég búinn að gleyma þeim. Þannig að ég er bara feginn að ég er ekki með þær af því að ég verð svo stressaður fyrir svona hjátrú. Það er kannski eitthvað svona, eins og hreinir sokkar eða eitthvað,“ segir hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál