Ágústa Eva fékk skilaboð að utan

Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson sem skipa dúettinn Sycamore Tree voru beðin um að taka gamalt Eurovison-lag á undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar hér heima. Gunni segir að þau hafi verið meira en til í þetta. 

„Það var ákveðin rómantík í því líka þar sem Ágústa Eva hafði einmitt unnið Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir nokkrum árum og ekki stigið á Euro-sviðið síðan. Við slógum til og ákváðum að taka vinningslagið Save your kisses for me frá árinu 1976. Okkur fannst það vera rétta lagið fyrir okkur,“ segir hann.

Gunni segir að þau hafi fengið mikil viðbrögð við þessum flutningi.

„Flutningurinn fékk mikla athygli og það er greinilegt að Eurovision-heimurinn erlendis fylgist líka vel með þar sem okkur bárust þau dásamlegu tíðindi í vikunni að Brotherhood of Man, sem fluttu lagið upprunalega, komu þeim skilaboðum til Ágústu Evu að þau væru í skýjunum með flutninginn og minntust á að loksins hefði textinn fallegi við lagið verið fluttur á réttan hátt. Okkur þótti afar vænt um þetta enda mikið í mun að fara vel með fallegt lag,“ segir Gunni. 

Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir eru að gera góða …
Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir eru að gera góða hluti í tónlistinni. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál