Skammaðar fyrir að faðmast í sundi

Ingunn Anna ásamt Katrínu.
Ingunn Anna ásamt Katrínu.

Kærustuparið Ingunn Anna Ragnarsdóttir og Katrín Sigurbergsdóttir nutu þess að vera í sundi í Grafarvogslaug í gær þegar starfsmaður kom til þeirra í pottinum og skammaði þær fyrir framan aðra sundlaugargesti. Ástæðan var sú að þær voru að faðmast. 

„Við vorum að hlæja og faðmast en vorum ekkert að kyssast og það fór fyrir brjóstið á einverjum manni. Hann fór og kvartaði í starfsmann,“ segir Ingunn Anna um atvikið. 

Starfsmaðurinn ákvað því að skamma þær fyrir framan aðra sundlaugargesti þó svo að þær hefðu ekki verið að gera neitt af sér. „Það kom stelpa til okkar eftir þetta og spurði hvort hann hafði í alvöru verið að skamma okkur.“

Þeim fannst verst að starfsmaðurinn hafði bara verið búinn að ákveða að karlmaðurinn hefði rétt fyrir sér en eins og Katrín segir í Facebook-færslu sinni þá vildi maðurinn ekki horfa á þær vera að káfa hvor á annarri. Ingunn segir þó að í lokin hafi starfsmaðurinn orðið vandræðalegur og sagt að hann hefði kannski átt að bregðast öðruvísi við. 

„Það má ekki þagga niður í einhverju svona af því það er óþægilegt. En við höfum fundið mikinn meðbyr frá fólki og okkur líður betur,“ sagði Ingunn Anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál