„Þú hringir ekkert í lögguna“

Biggi flaug með frænkum sínum, þeim Gígju Sigríði Guðjónsdóttur og …
Biggi flaug með frænkum sínum, þeim Gígju Sigríði Guðjónsdóttur og Erlu Sif Sveinsdóttur, í sínu öðru flugi sem flugþjónn.

Birgir Örn Guðjónson eða Biggi lögga eins og flestir þekkja hann er kominn í frí frá lögreglunni en hann byrjaði að fljúga sem flugþjónn með Icelandair á mánudaginn. Birgir ákvað að taka sér pásu frá lögreglustarfinu í sumar, Smartland náði tali af Bigga þegar hann var á leið í sitt fyrsta stopp til New York.

„Þetta var í rauninni bara svona  hálfgerð skyndiákvörðun. Ég var búinn að vera lengi í löggunni og kannski kominn tími á smá pásu,“ segir Biggi um ástæðuna fyrir því að hann sótti um að verða flugþjónn. „Ég rakst bara á auglýsinguna og og ákvað að slá til og sendi inn umsókn.“

Birgir hafði einungis farið í tvö flug þegar samtalið átti sér stað. „Starfið er skemmtilegra en ég bjóst við og miklu meira krefjandi. Ég vissi náttúrulega ekki mikið en það kemur pínu á óvart. Biggi segir að starfið sé í raun öryggisstarf dulbúið sem þjónustustarf og því ætti hann nú að vera á heimavelli.

Reynslan úr lögreglunni nýtist Bigga vel. „Lögreglumenn eru vanir að takast á við aðstæður sem enginn annar vill takast á við og í svona flugvélum getur allt komið upp. Maður er tilbúinn í allt. Þú hringir ekkert í lögguna, maður þarf bara að takast á við það þá og þegar.“

Enn sem komið er hefur Biggi þó ekkert þurft að nýta neitt úr lögregluskólanum í nýja starfinu annað en góð mannleg samskipti. Hann vill að minnsta kosti ekki kannast við að hafa þurft að taka á neinum flugdólgum þegar hann er spurður út í það.

„Þetta er áhugaverður heimur, áhugavert fyrir mig þar sem í löggunni eru meirihlutinn karlmenn en í þessu starfi eru meirihlutinn konur, segir Biggi og bætir því við að erfitt sé að útskýra hver munurinn sé á vinnustöðunum. „Það er gjörólíkur vinnustaðamórall hjá flugliðum og lögreglufólki,“ segir Biggi að lokum og er mjög spenntur fyrir sumrinu þrátt fyrir að fá ekkert sumarfrí þetta sumarið.

Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga eins og hann er …
Birgir Örn Guðjónsson eða Biggi lögga eins og hann er kallaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál