Fjármálaráðgjafi keypti Costco-gíraffann

Stærðarinnar fíll og gíraffi sem hægt er að kaupa í …
Stærðarinnar fíll og gíraffi sem hægt er að kaupa í Costco. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gunnar Páll Tryggvason fjármálaráðgjafi og meðeigandi hjá Icora Partners keypti gíraffann fræga sem var til sölu í Costco. Gunnar Páll var að halda upp á 15 ára brúðkaupsafmæli sitt og eiginkonu sinnar, Guðbjargar Karenar Axelsdóttur, og ákvað að koma á óvart. Hann borgaði rúmlega 300 þúsund krónur fyrir gíraffann. 

Í samtali við Vísi.is segir Gunnar Páll að þessi brandari hafi kannski aðeins farið úr böndunum en í miðri garðveislu á heimili hjónanna í Hlíðunum birtist gíraffinn og var honum komið fyrir á góðum stað í garðinum. 

„Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý,“ sagði hann í samtali við Vísi. 

Gunnar Páll Tryggvason og Hildur Sverrisdóttir. Myndin var tekin í …
Gunnar Páll Tryggvason og Hildur Sverrisdóttir. Myndin var tekin í útgáfuboði fyrir nokkrum árum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál