Giftu sig óvænt í góðra vina hópi

Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband ...
Kristinn R. Ólafsson og Anna Baldvina Jóhannsdóttir gengu í hjónaband um helgina. Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir

Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, þýðandi, leiðsögumaður o.fl. og Anna Baldvina Jóhannsdóttir, launafulltrú hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gengu óvænt í hjónaband um helgina. Þau buðu vinum og fjölskyldu til garðveislu og sumargleði á heimili sitt í Kópavogi en létu svo pússa sig óvænt saman. Séra Einar Eyjólfsson, sem er prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, gaf hjónin saman. 

„Við erum búin að vera saman í fjögur og hálft ár og okkur langaði bara til að gifta okkur. Þetta var ekki gert út af neinum praktískum ástæðum,“ segir Kristinn. 

Þau buðu til garðveislu og höfðu brúðkaupið sem „óvæntu kvöldsins“ eins og nýyrðasmiðurinn Kristinn R. kallaði það í boðskortinu til gesta. Þau slógu upp tveimur stórtjöldum í garðinum hjá sér og báðu um gott veður. Yfirleitt verða um 25% afföll þegar gestum er boðið í partí en svo var ekki í þessu tilfelli og fögnuðu 90 manns með þeim Kristni og Önnu. 

„Þetta var afskaplega gaman. Þjóðlagasveitin Hrafnar spilaði nokkur lög. Ég átti hönk upp í bakið á þeim, eða þannig, því að ég hef samið nokkra texta fyrir þá. Og þeir svo elskulegir að mæta og koma fjörinu af stað,“ segir hann. 

Þegar ég spyr hann hvar hann hafi hnotið um ástina segir hann að leiðir þeirra Önnu hafi legið saman úti á lífinu. 

„Við kynntumst úti á lífinu og eins og annað fólk og gengum tvö yfir Tjörnina ísilagða daginn eftir og síðan hefur þetta verið farsæl vegferð,“ segir hann og brosir. 

Samtals eiga Kristinn R. og Anna sjö barnabörn en hann á eina dóttur fyrir og hún tvö börn en Anna tvö börn, Friðrik Þór og Selmu Dögg og fimm barnabörn. Það var því glatt á hjalla þegar þau voru formlega gefin saman. Alda Ólafsson Álvarez, dóttir Kristins R., kom sérstaklega til Íslands en hún er búsett í Madríd á Spáni ásamt manni sínum og börnum. 

„Frændur mínir úr Bæjaraættinni sungu síðan og spiluðu fram eftir: þeir Ólafur Ástgeirsson, sonur Ása í Bæ, Jóhann Pálmason og Kári Gunnlaugsson stigu á vörubrettasvið og hófu gítarleik og söng sem ég tók þátt í eftir bestu getu með söng og klapplist en ég er fóðurbróðir hins fyrstnefnda en afabróðir hinna tveggja. Allt miklir stuðboltar og alvanir tjaldsöngvarar á Þjóðhátíð.  Þetta heppnaðist vel í alla staði,“ segir Kristinn R. 

Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir
Ljósmynd/Berglind Njálsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Meirihluti borgarfulltrúa býr í 101

09:00 Hvar býr fólkið sem stjórnar borginni? Meirihluti þeirra býr á sama blettinum, í nálægð við Ráðhúsið. Laugardalurinn virðist þó heilla líka. Meira »

Í ljósbleikri leðurdragt

06:00 Leikkonan Kate Hudson veit að dragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar. Ljósbleika leðurpilsdragtin sem hún klæddist þegar fatahönnuðurinn Stella McCartney kynnti línu sína er merki um það. Meira »

Sjö ástæður framhjáhalds

Í gær, 23:59 Er hægt að kenna ofdrykkju og ströngum reglum einkvænis um ótryggð? Það liggja margar ástæður fyrir framhjáhaldi.   Meira »

Kynlífshljóð óma um allt hús

Í gær, 21:00 „Hún kemur heim með „kærasta“ og stundar t.d. kynlíf með fullum hljóðum – og oftar en ekki þá eru allir á heimilinu vaknaðir við lætin. Vanalega þá æsum við okkur og bönkum á hurðina og biðjum um hljóð og frið – og það dugir stundum,“ segir íslensk stjúpmóðir sem beindi spurningu til Valdimars Þórs Svavarssonar. Meira »

Dóra Takefusa selur slotið

Í gær, 18:00 Dóra Takefusa hefur sett sína heillandi eign á sölu. Hún er í hjarta 101 og afar skemmtilega innréttuð.   Meira »

Stjörnurnar gefa ráð gegn bólum

Í gær, 16:00 Að borða lax á hverjum degi, sleppa ostborgaranum og vera bara alveg sama um bólurnar eru meðal þeirra ráða sem stjörnur á borð við Cameron Diaz, Victoria Beckham og Kendall Jenner hafa þegar kemur að bólum. Meira »

Heimilislíf: „Ég er mottusjúk“

í gær Harpa Pétursdóttir lögmaður kann að gera fallegt í kringum sig. Heimili hennar og fjölskyldunnar er heillandi, litríkt og fallegt. Meira »

Geislaði í By Malene Birger

Í gær, 13:17 Það geislaði af forsetafrú Íslands, Elizu Reid, í opinberri heimsókn forsetaembættisins til Svíþjóðar. Hún klæddist glæsilegum vínrauðum kjól frá danska hönnuðinum By Malene Birger og var með hálsmen við úr Aurum. Meira »

Fimm magnaðar kviðæfingar

í gær Leikfimidrottningin Anna Eiríks kennir okkur að gera fantaflottar og góðar æfingar sem hjálpa okkur að fá sterkan kvið.   Meira »

Mættu í eins kjólum

í fyrradag Fyrirsætan Miranda Kerr og leikkonan Chloe Bennett lentu í því sem engin stjarna vill lenda í þegar Stella McCartney kynnti haustlínu sína. Þær mættu í eins kjólum á rauða dregilinn. Meira »

Notar majónes í hárið

í fyrradag Anna María Benediktsdóttir notar óvenjulega aðferð til þess að halda hárinu sínu fallegu. Hárgreiðslukona benti Önnu Maríu á majónes-meðferðina sem svoleiðis svínvirkar. Meira »

Davíð Oddsson 70 ára – MYNDIR

í fyrradag Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar 70 ára afmæli í dag. Af því tilefni var slegið upp veislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins, Hádegismóum 2. Afmælisbarnið brosti hringinn í veislunni. Meira »

Eliza fór að ráðum Smartlands

í fyrradag Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

í fyrradag Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

17.1. Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Heimilistrendin 2018

16.1. Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

í fyrradag Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

María Sigrún á von á barni

17.1. María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

16.1. „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Frekjukast í flugtaki

16.1. Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »
Meira píla