Heitustu piparsveinar landsins

Heitustu piparsveinar íslands eru á öllum aldri.
Heitustu piparsveinar íslands eru á öllum aldri. mbl/samsett

Smart­land Mörtu Maríu hef­ur tekið sam­an lista yfir eft­ir­sókn­ar­verðustu pip­ar­sveina lands­ins. Eins og sést á list­an­um er hann fjöl­breytt­ur og á hon­um kem­ur líka ým­is­legt á óvart.

Fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason var að koma úr fjörurra ára sambandi fyrr á þessu ári og er nú a lausu. Rúrik er 29 ára gamall og spilar fyrir FC Nürnberg í Þýskalandi þar sem hann er búsettur en hann spilar einnig fyrir Íslenska landsliðið. Rúrik er þekktur fyrir mikinn sjarma og fallegann klæðnað.

Rúrik Gíslason fótboltamaður
Rúrik Gíslason fótboltamaður skjáskot/instagram

23 ára Snapchat stjarnan Snorri Björnsson þýkir góður kostur því hann er bæði myndarlegur og fyndinn. Snorri útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2014 en síðan þá hefur hann verið að vinna sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari og stundað Crossfit af kappi. Snorri er þekktastur fyrir fyndinn og hnyttin Snapchött sem að hann birtir á samfélagsmiðlinum þar sem hann með um 30 þúsund fylgjendur.   

Snorri Björnsson ljósmyndari og Snapchatstjarna
Snorri Björnsson ljósmyndari og Snapchatstjarna skjáskot/facebook

Fótboltamaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf vart að kynna en hann og eiginkonan hans til 23 ára skildu fyrr á árinu. Eiður er 38 ára og á farsælan feril að baki í fótboltanum. Hann hefur spilað með stórliðum eins og Chelsa og Barcelona.

Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen mbl.is/Golli

Davíð Rúnar Bjarnason hefur verið að æfa hnefaleika í rúm 10 ár en undanfarið hefur hann dvalið annan hvern mánuð í Los Angeles til að keppa og æfa meir. Davíð heldur líka úti skemmtilegum Snapchat aðgangi þar sem hann er duglegur að sýna fylgjendum sínum frá sínu daglega lífi. Davíð er nýorðinn 28 og í fantaformi þar sem hann æfir í um 4 klukkustundir á dag.

Davíð Rúnar er hnefaleikamaður
Davíð Rúnar er hnefaleikamaður skjáskot/instagram

Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander Ólafsson er 23 ára og er bassa og gítarleikarinn í hljómsveitinni VÖK sem hefur vakið mikla athygli út um allan heim. Með Vök hefur Óli ferðast mikið en þeir kláruru tónleikaferðalag um Evrópu á síðasta ári. Einnig er Ólafur partur af Húrra Reykjavík teyminu og er hann þekktur fyrir að vera með mjög smart fatastíl og alltaf í tísku.

Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander
Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander mbl/instagram

Almar Örn Hilmarsson er 44 ára lögfræðingur.  Hann er búsettur í Prag þar sem hann vinnur sem framkvæmdarstjóri hjá Credit Info.  Almar er mikill áhugamaður um hvers kyns líkamsrækt en fyrir skemmstu hljóp hann heilt maraþon í Norður-Kóreu.  Auk þess að rækta líkamann er Almar rokkþyrstur með afbrigðum og sækir tónleika með helstu þungarokksveitum um allan heim.

Almar Örn Hilmarsson framkvæmdastjóri Creditinfo í Prag.
Almar Örn Hilmarsson framkvæmdastjóri Creditinfo í Prag.

Hannes Steindórsson er einn frægasti fasteignasali landsins. Hann er 39 ára gamall og einn af eignum Lind fasteignasölu. Hannes er bæði skemmtilegur og klár og mikill áhugamaður um hjólreiðar. 

Hannes Steindórsson fasteignasali.
Hannes Steindórsson fasteignasali. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Árni Ágústsson tónlistarmaður og læknanemi er á lausu. Hann er 28 ára og hugsar vel um andlega og líkamlega heilsu. Hann æfir af kappi, bæði kraftlyftingar og jóga, og má sjá hann í World Class á Seltjarnarnesi og í jógastöðinni Sólir.

Ragnar Árni Ágústsson.
Ragnar Árni Ágústsson.

Theodór Ingi Pálmason er 30 ára löggiltur endurskoðandi sem starfar hjá KPMG. Theodór er hrókur alls fagnaðar og sést gjarnan á B5 um helgar. Þeir sem þekkja hann vel vita að hann er fantagóður söngvari og lyftir lóðum og spilar handbolta í frístundum. 

Hér er Theodór Ingi Pálmarsson ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ...
Hér er Theodór Ingi Pálmarsson ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Dior sækir innblástur í súrrealistann

09:38 Tískuhúsið Christian Dior sækir innblástur í súrrealistann Leanor Fini í haute-couture línunni sem sýnd var í París. Listrænn stjórnandi Dior er Maria Grazia. Meira »

Bleikt og púffað hjá Chanel

09:24 Hönnuðurinn Karl Lagerfeld sem hannar fyrir Chanel tók bleika litinn alla leið í haute coutue sýningu fyrirtækisins í París í gær. Línan er að sjálfsögðu í anda Coco Chanel, stofnanda tískuhússins, en á sama tíma mjög stelpuleg. Meira »

Vinnur 10-16 tíma á dag

08:00 Vilhjálmur Bjarnason nýtir tímann vel, vaknar snemma, fær sér morgunkaffi og fer annaðhvort í sund eða út að hlaupa. Hann segir að öll íhugun sé vinna. Meira »

Svali getur ekki beðið eftir að byrja að vinna

Í gær, 23:59 Svali flutti til Tenerife rétt fyrir áramót ásamt eiginkonu sinni og þremur drengjum. Fyrstu vikurnar voru snúnar en nú gengur allt betur. Meira »

Konan fær fullnægingu í forleiknum

Í gær, 21:00 „Konan mín skipuleggur kynlíf einu sinni í viku. Forleikurinn snýst um að æsa hana og hún fær það alltaf áður en við hefjum samfarir.“ Meira »

Birgitta Haukdal og Ingó gerðu allt „kreisí“

Í gær, 18:00 Eitt fjölmennasta þorrablót landsins var haldið af Ungmennafélaginu Fjölni og var mikil stemning. Birgitta Haukdal, Ingó, Helgi Björns og Eyfi sungu ásamt Margréti Eiri. Meira »

„Sundið er algjört aðalatriði í lífi mínu“

Í gær, 12:00 Áslaug Friðriksdóttir gerir upp hús í sumarfríinu og á það til að vinna allt of mikið. Góð vinkona hennar tók hana í gegn og nú hlýðir hún fyrirmælunum og líður miklu betur. Meira »

Hvernig á að grennast án þess að æfa?

Í gær, 15:00 Spinning fimm sinnum í viku er ekki ávísun á minna mittisummál. Fjöldi fólks grennist án þess að stunda hefðbundna líkamsrækt enda skipta hlutir eins og mataræði og svefn líka máli. Meira »

Heillandi heimur í Hveragerði

í gær Þetta huggulega einbýlishús er á einni hæð og staðsett í Hveragerði. Það er unun að skoða myndirnar og sjá hvernig húsgögnum er raðað upp á heillandi hátt. Meira »

Get ég breytt vondum samskiptum í lífi mínu?

í gær „Ég er mikill aðdáandi félagsvísindakonu að nafni Bréne Brown en hún hefur stundað rannsóknir á þörfum okkar hvað samskipti varðar og hefur komist að áhugaverðum niðurstöðum þar. Hún talar um Béin 3 sem á enskunni útleggjast sem to be brave – to belong – to be loved, eða á íslensku að vera hugrakkur – að tilheyra og að vera elskaður. Meira »

Umdeildustu kjólarnir á SAG

í fyrradag Allt nema svart var áberandi á rauða dreglinum fyrir SAG-verðlaunin. Stjörnurnar voru litaglaðar þennan sunnudaginn en það tókst misvel hjá þeim. Meira »

Glitrandi kjólar allsráðandi

í fyrradag Best klæddu konurnar á SAG-verðlaunahátíðinni áttu það sameiginlegt að mæta í glitrandi kjólum.   Meira »

Þjálfari Kardahsian veitir fjögur góð ráð

í fyrradag Þrátt fyrir að rassummál Kim Kardashian sé ekki lítið þá er sagan allt önnur þegar kemur að mittinu. Stjarnan hefur sjaldan verið í jafngóðu formi og þakkar þjálfaranum sínum, Melissu Alcantara, fyrir hvatninguna. Meira »

Allt á útopnu á þorrablótinu

í fyrradag Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.   Meira »

Sjóböð og áhrif þeirra á heilsuna

22.1. Viðar Bragi Þorsteinsson starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu og hefur stundað sjóböð vikulega í 13 ár, eða frá árinu 2004.  Meira »

Ráðgjöf eykur persónulegan vöxt

21.1. Kári Eyþórsson er vinsæll fjölskyldu- og einstaklingsráðgjafi sem hefur starfað við fagið í yfir 25 ár. Hann rekur Ráðgjafaskólann og hefur lagt sitt af mörkum í gegnum árin til að efla þekkingu og skilning fólks á því hvernig hægt er að nota ráðgjöf til að þroskast og eflast í lífinu. Meira »

61 fm krútthús í Hafnarfirði

í fyrradag Húsin gerast ekki mikið sætari en þetta 61 fm hús sem stendur við Kirkjuveg 13. Í húsinu er hver einasti fermetri nýttur til fulls. Meira »

10 lífsreglur Móður Teresu

22.1. Móðir Teresa var kærleiksboðberi sem tileinkaði þeim allra fátækustu líf sitt. Hún breytti samtíma sínum og kenndi öðru fremur auðmýkt og ást. Í lifandi lífi leit hún ekki á sig sem leiðtoga, en vildi að verkin sem hún vann með höndum tveimur, myndu sannfæra fólk um að hver og einn skiptir máli. Meira »

Undir kjólnum leyndist typpi

21.1. „Ég fór heim með konu sem ég hitti á næturklúbbi. Ég varð hissa þegar við fórum úr fötunum og sá að hún var með karlkynskynfæri. Þetta var mjög óvænt en við skemmtum okkur þó vel í rúminu.“ Meira »

Hverju má ekki gleyma í eldhúsbreytingum?

21.1. Að skipta út innréttingunni, brjóta niður vegg og setja eyju eða henda efri skápunum og setja hillur. Hvað skiptir mestu máli þegar eldhúsið er tekið í gegn? Meira »