Heitustu piparsveinar landsins

Heitustu piparsveinar íslands eru á öllum aldri.
Heitustu piparsveinar íslands eru á öllum aldri. mbl/samsett

Smart­land Mörtu Maríu hef­ur tekið sam­an lista yfir eft­ir­sókn­ar­verðustu pip­ar­sveina lands­ins. Eins og sést á list­an­um er hann fjöl­breytt­ur og á hon­um kem­ur líka ým­is­legt á óvart.

Fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason var að koma úr fjörurra ára sambandi fyrr á þessu ári og er nú a lausu. Rúrik er 29 ára gamall og spilar fyrir FC Nürnberg í Þýskalandi þar sem hann er búsettur en hann spilar einnig fyrir Íslenska landsliðið. Rúrik er þekktur fyrir mikinn sjarma og fallegann klæðnað.

Rúrik Gíslason fótboltamaður
Rúrik Gíslason fótboltamaður skjáskot/instagram

23 ára Snapchat stjarnan Snorri Björnsson þýkir góður kostur því hann er bæði myndarlegur og fyndinn. Snorri útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2014 en síðan þá hefur hann verið að vinna sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari og stundað Crossfit af kappi. Snorri er þekktastur fyrir fyndinn og hnyttin Snapchött sem að hann birtir á samfélagsmiðlinum þar sem hann með um 30 þúsund fylgjendur.   

Snorri Björnsson ljósmyndari og Snapchatstjarna
Snorri Björnsson ljósmyndari og Snapchatstjarna skjáskot/facebook

Fótboltamaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen þarf vart að kynna en hann og eiginkonan hans til 23 ára skildu fyrr á árinu. Eiður er 38 ára og á farsælan feril að baki í fótboltanum. Hann hefur spilað með stórliðum eins og Chelsa og Barcelona.

Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen mbl.is/Golli

Davíð Rúnar Bjarnason hefur verið að æfa hnefaleika í rúm 10 ár en undanfarið hefur hann dvalið annan hvern mánuð í Los Angeles til að keppa og æfa meir. Davíð heldur líka úti skemmtilegum Snapchat aðgangi þar sem hann er duglegur að sýna fylgjendum sínum frá sínu daglega lífi. Davíð er nýorðinn 28 og í fantaformi þar sem hann æfir í um 4 klukkustundir á dag.

Davíð Rúnar er hnefaleikamaður
Davíð Rúnar er hnefaleikamaður skjáskot/instagram

Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander Ólafsson er 23 ára og er bassa og gítarleikarinn í hljómsveitinni VÖK sem hefur vakið mikla athygli út um allan heim. Með Vök hefur Óli ferðast mikið en þeir kláruru tónleikaferðalag um Evrópu á síðasta ári. Einnig er Ólafur partur af Húrra Reykjavík teyminu og er hann þekktur fyrir að vera með mjög smart fatastíl og alltaf í tísku.

Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander
Tónlistarmaðurinn Ólafur Alexander mbl/instagram

Almar Örn Hilmarsson er 44 ára lögfræðingur.  Hann er búsettur í Prag þar sem hann vinnur sem framkvæmdarstjóri hjá Credit Info.  Almar er mikill áhugamaður um hvers kyns líkamsrækt en fyrir skemmstu hljóp hann heilt maraþon í Norður-Kóreu.  Auk þess að rækta líkamann er Almar rokkþyrstur með afbrigðum og sækir tónleika með helstu þungarokksveitum um allan heim.

Almar Örn Hilmarsson framkvæmdastjóri Creditinfo í Prag.
Almar Örn Hilmarsson framkvæmdastjóri Creditinfo í Prag.

Hannes Steindórsson er einn frægasti fasteignasali landsins. Hann er 39 ára gamall og einn af eignum Lind fasteignasölu. Hannes er bæði skemmtilegur og klár og mikill áhugamaður um hjólreiðar. 

Hannes Steindórsson fasteignasali.
Hannes Steindórsson fasteignasali. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Árni Ágústsson tónlistarmaður og læknanemi er á lausu. Hann er 28 ára og hugsar vel um andlega og líkamlega heilsu. Hann æfir af kappi, bæði kraftlyftingar og jóga, og má sjá hann í World Class á Seltjarnarnesi og í jógastöðinni Sólir.

Ragnar Árni Ágústsson.
Ragnar Árni Ágústsson.

Theodór Ingi Pálmason er 30 ára löggiltur endurskoðandi sem starfar hjá KPMG. Theodór er hrókur alls fagnaðar og sést gjarnan á B5 um helgar. Þeir sem þekkja hann vel vita að hann er fantagóður söngvari og lyftir lóðum og spilar handbolta í frístundum. 

Hér er Theodór Ingi Pálmarsson ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur …
Hér er Theodór Ingi Pálmarsson ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra.
mbl.is

Bloggað um fréttina