Salka Sól er gestur í þætti Hugrúnar Halldórsdóttur Ný Sýn sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn er í kvöld.
Salka Sól segir í einlægu viðtali við Hugrúnu að hún hafi lent í alvarlega einelti. Í þættinum segir hún frá því að foreldrar hennar hafi fundið mikla breytingu á hegðun en ekki áttað sig á því hvað var að gerast.
„Sú akvörðun um að koma fram og ræða eineltið var ekki auðveld. Ég ákvað að nú væri komin tími til að ræða þetta með það í huga að ég geti vonandi hjálpað fólki sem hefur orðið fyrir eða eru að verða fyrir einelti. Opinberar persónur sem töluðu opinskátt um einelti þegar ég var lítil, t.d.Stefan Karl, Jón Gnarr og Páll Óskar hjálpuðu mér, létu mér líða eins og það sé leið út úr þessu, manni mun líða betur.
Nú fannst mér það skylda mín, verandi ung kona með rödd í okkar samfélagi, að segja mína sögu, í þeirri von að hún muni hjálpa einhverjum þarna úti. Einelti er aldrei á þinni ábyrgð, sama hvernig þú ert eða lítur út, gefur það engum rétt á að leggja þig í einelti,“ segir hún á facebook síðu sinni.