„Rak sjálfan mig sem framkvæmdastjóra“

Davíð Þór Jónsson prestur er gestur þáttarins Ný sýn sem …
Davíð Þór Jónsson prestur er gestur þáttarins Ný sýn sem sýndur verður í kvöld kl. 20.00.

Davíð Þór Jónsson prestur segir í þættinum Nýrri sýn í Sjónvarpi Símans frá erfiðu lífsskeiði sínu. Hann segist hafa rekið sjálfan sig sem framkvæmdastjóra í eigin lífi og gert guð að framkvæmdastjóra. Það hafi verið lífsnauðsynlegt. 

„Ég var mjög erfiður unglingur,“ segir Davíð Þór en hann var á skilorði fyrir hegningarlagabrot sem unglingur. Davíð Þór hefur verið áberandi í áratugi, og ekki eins lengi fyrir guðsótta og beitt grín.

Á tíunda áratugnum sköpuðu þeir Steinn Ármann Magnússon sér vinsældir sem Radíusbræður.

„Við vorum voða mikið í óreglu með þessu,“ segir Steinn Ármann. 

Davíð Þór setti tappann í flöskuna þegar áfengið hafði orðið veruleg áhrif á daglegt líf hans.

„Ég reyndi að lúskast í vinnu, halda mér í gangi fram yfir hádegið, en svo er maður eiginlega kominn á barinn svona einhvern tímann seinni part, hangir þar eins lengi og maður getur,“ segir hann og að á endanum hafi hann svo gott sem gefist upp á sjálfum sér.

Þátturinn með Davíð Þór er annar þátturinn í röð fimm þátta þar sem þekktir landsmenn segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífsreynslu. Salka Sól sagði frá erfiðum grunnskólaárum sínum í þeim fyrsta og má finna bæði þessa seríu og þá fyrri í Sjónvarpi Símans Premium. Skot Productions framleiðir þættina fyrir Símann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál